Kristján Gíslason skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi og Páll Brynjarsson sveitarstjóri hafa undirritað samkomulag um starfslok Kristjáns við skólann. Kristján lætur af störfum við skólann þann 15. október en hann mun starfa áfram fyrir sveitarfélagið og vinna að ýmsum sérverkenum á árinu 2014.
Á næstu dögum verður staða skólastjóra auglýst. Þar til nýr skólastjóri tekur til starfa mun Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri sinna störfum skólastjóra.