Á 361. fundi byggðarráðs dags. 26 nóvember var tekið fyrir erindi eldri borgararáðs um frítt í sund og þreksal íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Samþykkti byggðarráð að endurskoðun færi fram á afsláttarkortum til eldri borgara.
Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 7. janúar sl. að auka afslátt eldri borgara úr rúmlega 70% í 90% og greiða eldri borgarar þá kr. 4.040 í stað kr. 40.410 sem er fullt verð fyrir árskort í sund og þreksal.