Auglýst eftir húsverði

mars 2, 2007
Húsvörður óskast til starfa við Félagsheimilið Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi hinum forna.
 
Starfið felur m.a. í sér þrif, eftirlit og umsjón með þeim rekstri sem fram fer í húsinu. Laun eru greidd skv. unnum tímum að viðbættri fastri grunngreiðslu. Einnig er greitt fyrir ekna kílómetra.
Umsóknir berist til formanns húsnefndar, Ólafs Sigvaldasonar, Brúnarhrauni, 311 Borgarnesi, fyrir 15. mars n.k. Nánari upplýsingar gefur Ólafur í síma 661 9860.
 
Ljósmyndina af Lindartungu tók Guðrún Jónsdóttir

Share: