Auglýsing um skipan í kjördeildir í Borgarbyggð

apríl 22, 2009
Við alþingiskosningar laugardaginn
25. apríl 2009 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir:
Borgarneskjördeild í Grunnskólanum í Borgarnesi
Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár.
Kjörfundur hefst kl. 09.00.
Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu
Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi.
Kjörfundur hefst kl. 12.00.
Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku
Það kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár.
Kjörfundur hefst kl. 12.00.
Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri
Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð.
Kjörfundur hefst kl. 10.00
Kleppjárnsreykjakjördeild í Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum
Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals og Reykholtsdals.
Kjörfundur hefst kl. 10.00.
Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási
Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar.
Kjörfundur hefst kl. 12.00.
Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst og fyrr við sérstakar aðstæður. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22.00.
Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað.
Á kjördag verður kjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur í Grunnskólanum í Borgarnesi. Sími hennar er 845 8818.
Kjörstjórn Borgarbyggðar
 
 

Share: