Álímingar á númerslausar bifreiðar og lausamuni

mars 2, 2021
Featured image for “Álímingar á númerslausar bifreiðar og lausamuni”

Reglulega berast sveitarfélaginu ábendingar um númerslausar bifreiðar sem standa á almennum bílastæðum eða á götum. Í lok febrúar s.l. límdu starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á nokkrar slíkar í Borgarnesi og er eigendum gefinn frestur til 8. mars nk. til að bregðast við.

Allar nánari upplýsingar veitir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, tölvupóstur eftirlit@hev.is.

Nánar má lesa um númerslausar bifreiðar og lausamuni og hreinsun lóða hér.


Share: