Akstursþjónusta fyrir eldri borgara í Borgarbyggð

janúar 6, 2020
Featured image for “Akstursþjónusta fyrir eldri borgara í Borgarbyggð”

Borgarbyggð leitar eftir aðila til að sinna akstursþjónustu fyrir eldri borgara samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar að lútandi. Viðkomandi þarf að hafa aukin ökuréttindi og geta lagt til viðeigandi fólksbifreið.

Markmið með akstursþjónustu eldri borgara er að gera eldri borgurum í Borgarbyggð kleift að búa lengur heima.

Akstursþjónustan er aðeins veitt innan marka sveitarfélagsins Borgarbyggðar og er í boði alla virka daga frá kl. 8:00 – 18:00.

Gerður verður samningur um fjölda ferða og kílómetragjald.

Umsókn skal skilað á borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 15. janúar 2020 þar sem fram koma upplýsingar um ökuréttindi og tegund bifreiðar.

Viðkomandi þarf að geta hafið akstur 1. febrúar 2020

Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri Borgarbyggðar í síma 430 7100 eða á vildis@borgarbyggd.is


Share: