Áfram Borgarbyggð!

janúar 22, 2015
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Næstkomandi föstudagskvöld mætir lið Borgarbyggðar enn og aftur í spurningakeppnina Útsvar á RUV. Borgarbyggð komst áfram í 16 liða úrslit þegar liðið sigraði lið Skagastrandar í nóvember. Nú etja þau kappi við lið Seltjarnarness og það lið sem ber sigur úr býtum fer áfram í átta liða úrslit. Lið Borgarbyggðar skipa þau Stefán Gíslason, Eva Hlín Alfreðsdóttir og Jóhann Óli Eiðsson.
Þeim, sem vilja styðja liðið og vera viðstaddir í sal sjónvarpsins, er bent á að drífa sig í bæinn og mæta í útsendingu. Útsending þáttarins er kl. 20.00 en áhorfendur þurfa að vera mættir í Útvarpshúsið kl. 19.30 á föstudagskvöld.
 

Share: