Æfing í að slökkva elda

janúar 13, 2009
Síðastliðinn föstudag buðu slökkviliðsmenn íbúum að koma á Slökkvistöðina í Reykholti og njóta leiðsagnar og kennslu í meðhöndlun slökkvitækja. Fræðslan gekk vel og mættu um 25-30 manns.
Þar á meðal voru starfsfólk af leikskólanum Hnoðrabóli og nokkrir kennarar úr grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum, og fengu allir að prufa að slökkva eld bæði með slökkvitæki og eldvarnateppi. Fólk virtist fólk nokkuð ánægt með þetta framtak. Eftir fræðsluna var æfing hjá slökkviliðsmönnum.Æfð var notkun á froðu og fleiri gagnlegra vopna gegn eldinum; þessum mikla vágesti.
 
 
 

Share: