Æfingabúðir í Noregi

mars 1, 2010
Hestamannafélagið Faxi hefur fengið boð frá hestamannfélaginu Faxa í Noregi um að senda 3 ungmenni 13-17 ára til Noregs um páskana (29.-31.mars) í æfingarbúðir. Viðkomandi þurfa að borga flugfar en norðmenn bjóða fría kennslu og uppihald. Krökkunum verða útveguð hross. Boðið verður upp á kennslu, keppni og kvöldskemmtun. Nánari upplýsingar veitir Gro í síma 846 0169 eða á netfanginu gro@vesturland.isUmsóknarfrestur til 7. mars.
 

Share: