AÐ VERA FORELDRI – UPPELDISFRÆÐSLA Í LEIKSKÓLANUM

nóvember 15, 2017
Featured image for “AÐ VERA FORELDRI – UPPELDISFRÆÐSLA Í LEIKSKÓLANUM”

Að vera foreldri er eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Foreldrahlutverkið hefst strax við fæðingu barnsins og felur í sér að annast það, vernda, kenna og veita því leiðsögn. Markmið góðs uppeldis er að barnið verði heilbrigt, vel aðlagað, hamingjusamt og hafi til að bera eiginleika og færni sem kemur því til góða í framtíðinni. Nauðsynleg uppeldisfærni er hins vegar hvorki meðfædd né sjálfgefin og eðlilegt er að það taki tíma og fyrirhöfn að tileinka sér þá þekkingu, kunnáttu og hæfni sem til þarf.

Margvísleg rök má færa fyrir því að mikilvægt sé, jafnt fyrir heill barna, fjölskyldna og samfélagsins í heild, að fræða foreldra um heppilegar uppeldisaðferðir.

Uppeldi snýst um að hjálpa börnum að tileinka sér hegðun og færni sem:

  • styrkir sjálfsmynd og nýtist þeim bæði nú og í framtíðinni.
  • eykur líkur á velgengni í námi, starfi og leik.
  • gerir þau fær um að takast á við krefjandi verkefni.
  • ýtir undir samkennd og góð samskipti við aðra.
  • kemur í veg fyrir óæskilega hegðun og þróun erfiðleika.

Námskeið voru haldin í október og byrjun nóvember fyrir foreldra í leikskólanum Klettaborg og Uglukletti og var þátttaka verið góð. Fjallað var um mikilvægi þess að börn hafi góðar fyrirmyndir og að hægt sé að kenna æskilega hegðun á markvissan hátt. Unnið var að því að efla eigin færni foreldra og barna og hvernig hægt sé að skipuleggja og samræma uppeldi barna.

Leiðbeinendur voru Elín Friðriksdóttir, Kristín Gísladóttir og Steinunn Baldursdóttir.


Share: