Jólaljósin verða tendruð í Skallagrímsgarði 28. nóvember nk. við hátíðlega athöfn. Í tilefni af því vill Borgarbyggð skapa notalega jólastemmningu þar sem íbúum og gestum og gangandi gefst tækifæri til þess að versla inn jólagjafir. Jólaandinn verður allsráðandi þar sem jólaljós og jólahús prýða garðinn, jólasveinar kíkja í heimsókn og tónlistaratriðin verða á sínum stað .
Borgarbyggð leitar til einstaklinga, fyrirtækja og/eða félagasamtaka til að taka þátt í þessu verkefni með því að vera með sölutjald í garðinum á meðan á hátíðinni stendur.
Þeir aðilar sem áhuga hafa á að vera með sölutjald þurfa að sækja um rafrænt í gegnum netfangið mannlif@borgarbyggd.is. Upplýsingar um vöruúrval þarf að fylgja umsókninni.
Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember nk.
Nánari upplýsingar gefur María Neves, samskiptastjóri í síma 433-7100 eða á netfanginu maria.neves@borgarbyggd.is.