Þrekæfingar fyrir 60 ára og eldri

nóvember 10, 2021
Featured image for “Þrekæfingar fyrir 60 ára og eldri”

Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Fjölmennt, Félag eldri borgara í Borgarbyggð og SAGE-verkefnið standa fyrir námskeiðahald um heilsu eldri borgara.

Fyrsti hlutinn fjallaði um hreyfingu og styrktarþjálfun. Í framhaldi af þeim hluta hefur verið samið við Bryndísi Birgisdóttur að aðstoða þennan hóp í Þreksalnum í Íþróttahúsi Borgarness. Bryndís byrjaði mánudaginn 8. nóvember sl. og verður tvisvar í viku í 60 mínútur í fjórar vikur á mánudögum og fimmtudögum klukkan 10.30. miðað er við 12-15 manns í hvort skiptið.

Á móti þessum tímum er hópurinn hvattur til að mæta á föstudögum í þreksalinn t.d. milli 13.00 – 15.00 en þá er Íris Grönfeldt með viðveru í salnum og örugglega tilbúin að aðstoðar.

 


Share: