Aðgerðir sem taka gildi frá og með 25. mars vegna Covid-19

mars 24, 2021
Featured image for “Aðgerðir sem taka gildi frá og með 25. mars vegna Covid-19”

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að herða reglur um samkomubann og taka þær reglur gildi á miðnætti í dag, miðvikudaginn 24. mars.

Áætlað er að þessar aðgerðir gildi til og með 15. apríl nk.

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman miðast nú við 10 einstaklinga, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Almenn nálægðarmörk eru tveir metrar.

Eftirfarandi aðgerðir taka gildi frá og með morgundeginum 25. mars:

Skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskóla.

  • Skólastarf í grunn- og tónlistarskólanum fellur niður fram að páskum. Starfsemi verður síðan með óhefðbundnum hætti eftir páskafrí. Foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti frá skólastjórnendum.
  • Skólastarf í leikskóla verður með hefðbundnu sniði. Foreldrar og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með tölvupósti frá skólastjórnendum.

Frístund

  • Starfsemin fellur niður fram að páskum. Upplýsingar um áframhaldandi starfsemi kemur eftir páska.

Félagsmiðstöðin Óðal

  • Starfsemin fellur niður fram að páskum. Upplýsingar um áframhaldandi starfsemi kemur eftir páska.

Íþróttamiðstöðvar

  • Íþróttamiðstöðvar eru lokaðar næstu þrjár vikur.

Aldan

  • Notendur þjónustu Öldunnar verða upplýstir um hvernig starfseminni verður háttað.

Félagsstarf aldraðra

  • Starfsemin lokar á meðan unnið er að því að skipuleggja áframhaldandi starf.

Safnahúsið

  • Starfsemin verður með hefðbundnum hætti en gætt verður að fjöldatakmörkunum sem miðast við 10 einstaklinga í senn.
  • Starfsfólk mun gæta þess að sótthreinsa reglulega sameiginlega snertifleti.

Ráðhúsið

  • Ráðhúsið lokar. Öll viðtöl fara fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað nema í undantekningartilfellum. Íbúar eru beðnir um að pantað viðtal í síma 433-7100.
  • Hér má sjá nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins.
  • Minnt er á að símatími byggingarfulltrúa er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:30 – 11:30. Einnig er hægt að senda tölvupóst á bygg@borgarbyggd.is

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugasta vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur með næstu skref.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem skert þjónusta kann að valda, en reynt er að halda uppi eins háu þjónustustigi og hægt er.


Share: