Aðgerðir sem taka gildi frá og með 18. nóvember n.k. vegna Covid-19

nóvember 16, 2020
Featured image for “Aðgerðir sem taka gildi frá og með 18. nóvember n.k. vegna Covid-19”

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að draga úr samkomutakmörkunum frá og með 18. nóvember n.k.

Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman miðast enn við 10 einstaklinga, hvort sem er í einkarýmum eða í opinberum rýmum. Auk þess eru almenn nálægðarmörk áfram tveir metrar.

Áætlað er að þessar aðgerðir gilda til og með 2. desember n.k.

Skólahald í leik-, grunn- og tónlistaskóla                                

  • Skólastarf í leik-, grunn- og tónlistaskólum verður áfram með breyttu sniði.

Frístund

  • Starfsemi verður áfram með breyttu sniði. 

Félagsmiðstöðin Óðal

  • Starfsemi verður áfram með breyttu sniði. 

Íþróttamiðstöðvar

  • Lokað fyrir almenning.
  • Íþróttaæfingar UMSB fyrir 1.-10. bekk verða með hefðbundnum hætti en foreldrar eru beðnir um að mæta ekki á æfingar.

Aldan

  • Utanaðkomandi gestum er ekki hleypt inn í endurhæfingu.
  • Hægt er að koma með dósir mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Ekki er talið samdægurs, heldur þremur dögum eftir afhendingu sendinga. Íbúar geta fengið greitt samstundis sé búið að telja og flokka.

Félagsþjónusta aldraða

  • Starfsemi verður áfram með breyttu sniði. 

Safnahúsið

  • Starfsemi verður með hefðbundnum hætti en gætt verður að fjöldatakmörkunum sem miðast við 10 einstaklinga í senn.
  • Starfsfólk mun gæta þess að sótthreinsa reglulega sameiginlega snerti fleti.

Ráðhúsið

Áframhaldandi lokun. Mælst er til þess að nota þess í stað síma eða tölvupóst þurfi þeir á þjónustu eða upplýsingum að halda. Hér má sjá nánari upplýsingar um netföng starfsfólks og símanúmer í stofnunum sveitarfélagsins.

Íbúar sem eiga erindi í Ráðhúsið þurfa að hringja á undan sér og panta viðtal.

Íbúar eru áfram hvattir til að huga að andlegri og líkamlegri heilsu á meðan á þessu ástandi stendur. Það er hægt að hreyfa sig úti í náttúrunni án náinnar snertingar við annað fólk. Til dæmis er hægt að fara í göngutúr, hlaupatúr, hjólatúr og gera heimaæfingar.

Mikilvægt er að halda reglulegu sambandi við vini og fjölskyldu. Slíkt er hægt að gera í gegnum síma og samskiptaforrit, en í dag er mögulegt að vera í lifandi samskiptum þrátt fyrir líkamlega fjarlægð.

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugast vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur um næstu skref.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 


Share: