Aðalsskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022

desember 28, 2016
Featured image for “Aðalsskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022”

Á fundi sínum þann 22. desember sl. samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Miðsvæði Borgarnes. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 15.12.2016. Hún felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr reitur M3 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbrautar 55, 57 og 59. Tillagan var kynnt á opnum íbúafundi 20. desember 2016 í Borgarnesi.

Á sama fundi samþykkti sveitarstjórn tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 15.12.2016. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Tillagan var kynnt á opnum íbúafundi 20. desember 2016 í Borgarnesi.

Unnið hefur verið að fyrrgreindum breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 og deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 á Miðsvæði Borgarness í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis – og auðlindamála frá því 23. september sl. Fyrrgreindar tillögur að breytingum fara síðan í lögskipað kynningar- og umsagnarferli samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010.

 


Share: