Áríðandi tilkynning frá Slökkviliði Borgarbyggðar

Íbúar, sumarhúsaeigendur og aðrir gestir í Borgarbyggð eru beðnir um að fara gætilega og varast aðstæður og athafnir sem geta leitt af sér að eldur yrði laus í gróðri á meðan á þurrkatíð stendur. Athugið að meðferð opins elds er stranglega bönnuð í Borgarbyggð.

Laust starf byggingarfulltrúa í skipulags- og byggingardeild

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Laus staða kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 160 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans.

Hættustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.