Framkvæmdir á Sólbakka

Vegna framkvæmda á lóð Borgarverks á Sólbakka hyggst fyrirtækið hefja vinnu við sprengingar á svæðinu á morgun, fimmtudaginn 10. febrúar. Áætlað er að vinnan muni standa yfir næstu þrjár vikur.

Smitandi öndunarfærasýking í hundum

Athygli hundaeigenda er vakin á því að þessa dagana virðist smitandi öndunarfærasýking vera að ganga meðal hunda á höfuðborgarsvæðinu og veldur hósta meðal hunda. Matvælastofnun hefur hafið rannsókn á því hvaða sýkingu er um að ræða og hvað veldur þessum hósta. Sjá nánar í frétt MAST um málið.