Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með um 180 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Hvanneyri og Varmalandi. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans.

Safnahús Borgarfjarðar – sumarstarf

Safnahús Borgarfjarðar auglýsir eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Um er að ræða ýmis störf á söfnunum, s.s. sýningarvörslu, leiðsögn, afgreiðslu, flokkun gagna, skráningar, þrif og fleira

Forstöðumaður Frístundar á Hvanneyri

Frístund á Hvanneyri er starfrækt við Grunnskóla Borgarfjarðar. Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur umsjón með starfi Frístundar í samstarfi við Borgarbyggð.