Almennir íbúafundir um niðurstöður ársreikninga Borgarbyggðar fyrir árið 2015 og stöðuna á verkefninu „Brúin til framtíðar“ verða haldnir í Logalandi Reykholtsdal þann 15. Júní n.k. og í Hjálmakletti Borgarnesi þann 21. Júní n.k. Báðir fundirnir hefjast kl. 20:00. Fulltrúar úr sveitarstjórn, sveitarstjóri Borgarbyggðar og starfsmaður KPMG mæta til fundanna. Sveitarstjóri
Kynninguna frá íbúafundi 2. september á Hvanneyri má nálgast hér
Sveitarstjórn boðaði til opins íbúafundar um rekstur og skipulag fræðslumála í Landbúnaðarháskóla Íslands miðvikudaginn 2. september sl. Á fundinum fór fram kynning á ákvörðunum sveitarstjórnar um breytingar á rekstri og skipulagi Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyrardeild. Kynninguna má nálgast hér.
íbúafundur
Opinn íbúafundur um rekstur og skipulag fræðslumála verður haldinn í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri miðvikudaginn 2. september nk. kl 20:00 Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Kynning á ákvörðunum sveitarstjórnar um breytingar á rekstri og skipulagi Grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyrardeild 3. Umræður og fyrirspurnir Sveitarstjórn
Íbúafundur í Hjálmakletti á þriðjudag
Íbúafundur um breytingu á aðalskipulagi vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars og um endurnýjun lagna og gangstétta í Kveldúlfsgötu Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 19. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00. Á fundinum verður m.a. rætt um breytingu á …
Samantekt niðurstaðna frá íbúafundi um skóla og eignamál
Mánudagskvöldið 30. mars síðastliðinn var haldinn íbúafundur um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir sveitarfélagsins í Hjálmakletti. Um 150 íbúar mættu á fundinn og tóku þátt í hugmyndavinnu um leiðir til að styrkja fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Samantekt um niðurstöður íbúafundarins varðandi rekstur og skipulag fræðslumála má finna hér. Unnið er að samantekt um eignir sveitarfélagsins og verður hún birt hér …
Íbúafundur í Hjálmakletti á mánudag
Fundarboð – almennur íbúafundur Boðað er til íbúafundar mánudaginn 30. mars kl. 20.00 í Hjálmakletti í Borgarnesi. Dagskrá: Rekstur og skipulag fræðslumála í Borgarbyggð Eignir í eigu Borgarbyggðar, nýtingarmöguleikar og eignarhald …
Deiliskipulag gamla miðbæjarins – íbúafundur
Almennur íbúafundur í Borgarnesi Borgarbyggð boðar til íbúafundar miðvikudaginn 11. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00. Á fundinum mun Sigursteinn Sigurðsson arkitekt kynna deiliskipulag gamla miðbæjarins sem nú er í auglýsingu skv. skipulagslögum en frestur til að gera athugasemdir við skipulagið er til 23. mars …
Íbúafundur í Hjálmakletti á miðvikudag
Íbúafundur um skipulagsmál og kynning á uppbyggingu í sveitarfélaginu Borgarbyggð boðar til íbúafundar miðvikudaginn 11. febrúar næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00. Á fundinum verður m.a. rætt um aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 og könnuð afstaða íbúa sveitarfélagsins til breytinga á því. Sagt verður frá uppbyggingu og …