Hamingja í Vinnuskólanum í Borgarnesi

Nemendur Vinnuskólans lögðu ýmislegt af mörkum í viðleitni sinni til að fegra umhverfið í sumar. Máluðu nokkrir þeirra skilti sem á stendur „Borgarnes er happiness“ með vísan í að íbúar Borgarness séu hamingjusamir. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis styður við þessa upplifun nemenda Vinnuskólans en þeir sýna að hlutfallslega flestir fullorðnir eru hamingjusamir á Vesturlandi. Einnig sofa fleiri framhaldsskólanemendur nægilega lengi, en …

Flestir fullorðnir hamingjusamir á Vesturlandi

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Þeir eru settir fram til þess að veita yfirsýn og auðvelda heilbrigðisþjónustu og sveitarfélögum að greina stöðuna í eigin umdæmi þannig að vinna megi með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan íbúanna.   Við val á lýðheilsuvísum er sjónum einkum beint …

Heimahreyfing og heilsuefling eldri borgara

Öldungaráð Borgarbyggðar kom saman í Ráðhúsinu til að kynna sér heimahreyfingu og heilsueflingu eldri borgara. Markmið  þess snýr að skipulagðri heilsurækt svo eldri borgarar geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er, geti búið lengur í sjálfstæðri búsetu, geti komið í veg fyrir eða seinkað innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili og eigi möguleika á því að starfa lengur …

Íþróttaskóli fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi iðar af lífi á laugardagsmorgnum þegar um 60 börn koma saman með fjölskyldu sinni í íþróttaskólann. Helsta markmið hans er að börnin kynnist  íþróttum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Börnin æfa grófhreyfingar, jafnvægi, styrk , úthald og líkamsvitund, læra hópleiki og að fylgja þeim reglum sem settar eru í þeim og styrkja með því félagsfærni barnanna. Auk …

Næstu skref í heilsueflingu Borgarbyggðar

Út er komin áfangaskýrsla um heilsueflingu í Borgarbyggð en gengið var frá samningi við Embætti landlæknis sl. vor um þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu Heilsueflandi samfélag.  Heilsueflandi samfélag er samfélag sem setur heilsu og heilsueflingu í forgrunn í allri stefnumótun og þjónustu og býr þar með til aðgengi og umgjörð sem gerir öllum íbúum kleift og auðvelt að taka heilsusamlegar ákvarðanir. …

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSB

Minnt er á sögugöngu um Hvanneyri undir leiðsögn Bjarna Guðmundssonar miðvikudaginn 20. september. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 18:00 og gengið um svæðið með viðkomu á merkilegum stöðum. Farið verður vel yfir sögu staðarins. Íbúar Borgarbyggðar hvattir til að mæta og taka með sér vin.

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSB

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands og UMSB Gengið er alla miðvikudaga í september. Göngurnar eru í 60-90 mínútur og  fyrir alla aldurshópa. Kostar ekkert að ganga með, bara mæta klædd eftir veðri. 6.september kl.18 Gengið um útivistarsvæðið Einkunnir, Björk Jóhannsdóttir leiðir hópinn áfram. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Einkunnir kl.18. …