Vegna viðgerða mun götulýsing ekki verða virk fyrr en síðar í dag, 7. janúar.
Bilun í póst- og símkerfi Borgarbyggðar
Eins og stendur er bilun í póst- og símkerfi Borgarbyggðar sem veldur því að erfitt er að ná samband við skiptiborðið í síma 433-7100.
Soffía Dagbjört Jónsdóttir ráðin gæða- og mannauðsstjóri Borgarbyggðar
Borgarbyggð hefur ráðið Soffíu Dagbjörtu Jónsdóttur til starfa sem gæða- og mannauðsstjóri sveitarfélagsins.
Þrettándahátíð aflýst í ár
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur Borgarbyggð ákveðið að aflýsa þrettándahátíðinni í ár.
Tvískipt bifreið við sorphirðu
Tvískipt bifreið við sorphirðu
Nú hefur Íslenska gámafélagið tekið í notkun tvískipta bifreið við sorphirðu í Borgarbyggð sem verður notuð við hirðingu brúnu og grænu tunnunnar héðan í frá. Bifreiðin er með tveimur aðskildum hólfum sem tryggir að úrgangurinn blandast aldrei.
Sálfræðingur óskast til starfa við fjölskyldusvið Borgarbyggðar
Staða sálfræðings við fjölskyldusvið Borgarbyggðar er laus til umsóknar.
Félagsráðgjafi óskast til starfa við fjölskyldusvið Borgarbyggðar
Staða félagsráðgjafa á fjölskyldusvið Borgarbyggðar er laus til umsóknar.
Betri árangur í flokkun úrgangs
Íbúar í Borgarbyggð hafa staðið sig nokkuð vel í flokkun úrgangs á árinu. Þegar bornar eru saman tölur þjónustuaðila sveitarfélagsins um magn úrgangs úr ílátum við heimili í sveitarfélaginu fyrstu 11 mánuði ársins, kemur í ljós að magn úrgangs til urðunar í Fífholtum hefur dregist saman um rúmlega 123 tonn miðað við sama tímabil árið 2019, fór úr 521 tonni í 398 tonn.
Gleðileg jól
Sendum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Tæming á rotþróm- útboð
Ríkiskaup, fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggðar, kt. 510694-2289, óska eftir tilboðum í tæmingu á rotþróm við lögbýli, frístundahús o.fl. í sveitarfélaginu. Heildarfjöldi rotþróa er áætlaður um 2000 og eru þær í öllum stærðum, þar af eru tæplega 1.200 við sumarhús. Sjá nánar í útboðsgögnum.