Nú er vetrarstarfið komið á fullan gang í félagsmiðstöðinni Óðali.Dagskráin fram til jóla er tilbúin og er hana að finna hér á síðunni.Ýmsar upplýsingar um starsemina er einnig að finna á heimasíðu Óðals sem er www.borgarbyggd.is/odal. .
Fréttabréf Borgarbyggðar 2001
Í ágúst var gefið út fréttabréf sem dreift var til allra íbúa Borgarbyggðar.Texti þess fer hér á eftir. Grunnskólinn í Borgarnesi – nýbygging – einsetning Komið er að töluvert miklum tímamótum í starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi. Nú í ágúst verður tekin í notkun 660 m² viðbygging við skólann með sex nýjum kennslustofum. Samhliða verður skólinn einsetinn.Framkvæmdir við hina nýju skólabyggingu …
Starfsmaður óskast
Um er að ræða gefandi og metnaðarfullt starf með börnum og unglinum í nánu samstarfi við Grunnskólana í sveitarfélaginu og stjórn Nemendafélags G.B. sem stjórnar innra starfi. Almennt um starfið:Starfið felur í sér vinnu í félagsmiðstöðinni Óðali og er vinnutími s.k.v. vaktaplani.Starfið fellst aðallega í vinnu með börnum og unglingum, gæslu, þrifum og umsjón með áhöldum og tækjum sem í …
Umhverfisátak í Borgarnesi
Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt tillögu bæjarráðs um umhverfisátak í Borgarnesi síðla sumars. Borgarnes státar af einu fallegasta bæjarstæði landsins og markmiðið með átakinu er að stuðla að enn fallegri ásýnd bæjarins. Með átakinu er einkum verið að höfða til fyrirtækja og stofnana í Borgarnesi um að þau gefi sér tíma til að fegra og bæta umhverfi sitt. Aðgerðaráætlun verkefnisins gerir …
Fegurri sveitir
Vegna átaksverkefnisins Fegurri sveitir 2001 · Efnaverksmiðjan SjöfnVerslanir fyrirtækisins (Litaríki) og endursöluaðilar verða hvattir til að gefa bændum lægstu mögulegu verð í sumar. Sjöfn býður bændum upp á margvíslega þjónustu t.d. mjólkurhús á hjólum (gámur sem er innréttaður eins og mjólkurhús og gefur bændum kost á að mála mjólkurhúsið) og tölvulitun (myndir af býlinu eru skannaðar inn á tölvu, litasýnishorn …
Fegurri sveitir
Verkefnið “Fegurri sveitir” heldur áfram í sumar eins og lesendur hafa vonandi orðið varir við. Það er Landbúnaðarráðuneytið, ásamt fjölmörgum sveitarfélögum og félagasamtökum sem standa að verkefninu. Um er að ræða átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu, auk þess að bæta ásýnd …
Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs
Borgarbyggð hefur ráðið Ásthildi Magnúsdóttur rekstrarfræðing sem forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggðar frá 1. september n.k. Alls bárust tíu umsóknir um stöðuna. Ásthildur er fædd árið 1966. Hún lauk prófi í rekstrarfræðum frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst í vor, kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1993 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1986. Ásthildur hefur starfað sem kennari í sex ár …
Borgfirðingahátið 15. – 17. júní
Borgfirðingahátíð hefst í dag. Í boði er fjölbreytt dagskrá alla helgina vítt og breitt um Borgarfjörð. Verum í hátíðarskapi og njótum listisemda menningaviðburða og skemmtana í sumarblíðunni. Dagskrána er að finna á slóðinni www.skessuhorn.is/borgfirdingar. Góða skemmtun.
Auglýsing um störf
Borgarbyggð auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Skólaráðgjafi við sérfræðiþjónustu.Starfsvettvangur er grunnskólar og leikskólar í Borgarbyggð.Fagleg ráðgjöf og leiðbeiningar vegna sérþarfa barna og sérkennslu.Ráðgjöf og stuðningur við nemendur, foreldra og starfsfólk skólans.Kennslufræðilegar athuganir og greiningar. Íþróttakennari – umsjón Íþrótta- og tómstundaskóla.Starfið felst í almennri íþróttakennslu við Grunnskólann í Borgarnesi og umsjón og skipulagi með Íþrótta- og tómstundaskóla Borgarbyggðar auk leiðbeiningastarfa. …
Starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs frá 1. september 2001. Starfssvið:Forstöðumaður hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á fræðslumálum, æskulýðs- og íþróttamálum og menningarmálum hjá Borgarbyggð. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstrarlegum markmiðum og forsendum þeirra stofnana sem undir hann heyra og leitar leiða í samráði við einstaka yfirmenn þeirra um að ná fram hagkvæmni og veita …