Félagsbær verður að safnaðarheimili fyrir Borgarneskirkju Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness hefur samþykkt kauptilboð Borgarneskirkju í Félagsbæ, hús verkalýðsfélagsins við Borgarbraut í Borgarnesi. Kaupin eru háð samþykki aðalfundar Verkalýðsfélagsins og aðalsafnaðarfundar Borgarneskirkju. Gert er ráð fyrir því að Borgarneskirkja fái húsið afhent í haust.Að sögn Örnu Einarsdóttur, formanns sóknarnefndar er ætlunin að Félagsbær verði safnaðarheimili kirkjunnar. “Skrifstofur kirkjunnar verða fluttar þangað og …
Kaupfélag Borgfirðinga fyrirtæki ársins
Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar afhendir Guðsteini Einarssyni kaupfélagsstjóra KB glæsilegan verðlaunagrip sem smíðaður er af Oddnýju Þórunni Bragadóttur í Borgarnesi.Mynd: GE Kaupfélag Borgfirðinga var valið fyrirtæki ársins í Borgarbyggð árið 2002. Það var bæjarráð Borgarbyggðar sem stóð að vanda fyrir útnefningunni og voru úrslitin kynnt við athöfn á Búðarkletti síðastliðinn mánudag. Við sama tækifæri var tveimur öðrum aðilum veitt …
Engjaáshúsið í Borgarnesi loksins selt
“Við ætlum ekki að láta þetta hús standa eins og draugahús lengur,” segir Unnar Eyjólfsson einn eigenda Engjaáshússins. Gengið hefur verið frá sölu Engjaásshússins svokallaða í Borgarnesi sem upphaflega var byggt fyrir starfsemi Mjólkursamlags Borgfirðinga. Stærstur hluti hússins var í eigu Engja ehf sem var hlutafélag Búnaðarbankans og Reykjagarðs. Unnar Eyjólfsson, bifreiðastóri í Reykjavík er í forsvari fyrir hóp aðila …
Frábær árshátíð NFGB
Uppselt hefur verið á allar fjórar árshátíðarsýningar sem Nemendafélag G.B. hefur verið að sýna síðustu daga í félagsmiðstöðinni Óðali. Jakob Þór Jónsson leikstjóri hefur greinilega verið að gera góða hluti með unglingunum okkar síðustu sjö vikur og er afraksturinn kraftmikil, fjörug og skemmtileg sýning sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Því hefur verið ákveðið að setja upp eftirtaldar aukasýningar: Mánudag 31. …
Fótboltavöll í flýti
Þessir ungu knattspyrnuáhugamenn úr Grunnskólanum í Borgarnesi bönkuðu upp á hjá bæjarstjóra Borgarbyggðar síðastliðinn mánudag og afhentu honum undirskriftarlista þar sem farið var fram á að framkvæmdum við fyrirhugaðan gervigrasvöll á grunnskólalóðinni yrði flýtt.Undirskriftunum höfðu þeir safnað meðal bekkjarfélaga sinna í 4. bekk og fleiri áhugamanna um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fjórmenningarnir fengu þau svör hjá bæjarstjóra að ekki væri …
Öskudagur
Í dag hefur verið fjör á öskudagsgleði í Óðali í umsjón Nemendafélags Grunnskóla Borgarness. Margar kynja-verur komu í heimsókn og voru margir búningar sérstaklega vel hannaðir og frumlegir. Dans var stiginn og kötturinn sleginn úr „tunnunni“. Mikið var um að börn kæmu í fyrirtæki og tækju lagið í von um eitthvað gott í gogginn. Öskudagur, sannarlega dagur …
Styrkir vegna íþrótta,- tómstunda og æskulýðsmála.
Hér með auglýsir Borgarbyggð eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta,- tómstunda- og æskulýðsstarfsemi fyrir árið 2003. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir fimmtudaginn 20 mars n.k.Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinnaíþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfi í sveitarfélaginueða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Úthlutunarreglur vegna framlaga til íþrótta,- tómstunda- …
Íþróttamaður Borgarbyggðar 2002
Kjör á Íþróttamanni Borgarbyggðar fyrir árið 2002 fór fram við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi s.l. föstudag. Það eru deildir og félög í Borgarbyggð sem tilnefna sinn besta afreksmann og fær Tómstundanefnd Borgarbyggðar það erfiða hlutverk að útnefna íþróttamann ársins úr tilnefningum sem berast.Að þessu sinni var það Hafþór Ingi Gunnarsson körfuknattleiksmaður í úrvalsdeildarliði Skallagríms sem …
Aukið samstarf Borgarbyggðar og Akraness
Síðastliðinn föstudag kom hópur embættismanna frá Borgarbyggð og Akraneskaupstað saman til fundar á Akranesi. Umræðuefnið var samkomulag frá því í október 2002 um nánara samstarf þessara sveitarfélaga í ýmsum málum. Meðal þeirra þátta samkomulagsins sem ræddir voru má nefna málefni slökkviliða, fráveitumál, forvarnamál, námskeiðahald fyrir starfsfólk grunn- og leikskóla, endurmenntun starfsmanna, samstarf tæknideilda og samstarf íþróttafélaga. Einnig var rætt um …
Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Borgarbyggðar
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast forstöðumanni Fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, …