Kjörskrá til sveitarstjórnakosninga

Vakin er athygli á að kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 25. maí n.k. miðast við skráð lögheimili manna eins og það er 4. maí 2002.Þeir sem flutt hafa búferlum nýverið eða eru ekki rétt skráðir í íbúaskrá eru hvattir til að ganga sem fyrst frá tilkynningu um flutninginn á bæjarskrifstofunni að Borgarbraut 11, Borgarnesi.

Dulin búseta í Borgarfirði

Atvinnuráðgjöf Vesturlands hefur tekið saman skýrslu sem ber heitið Dulin búseta í Borgarfirði.Skýrsla um dulda búsetu í Borgarfirði

ATVINNUMÁLAFUNDUR Í HÓTEL BORGARNESI

Borgarbyggð heldur atvinnumálafund miðvikudaginn 24. apríl n.k. kl.12.00 Axel Ólafsson framkvæmdastjóri Brákarsunds ehf talar um framtíðarhorfur í starfsemi kjötvinnslu og slátrunar Aðgangseyrir er kr. 700,-Súpa, brauð og kaffi innifalið

Borgarbyggð og Bifröst

Dr. Ívar Jónsson og Vífill Karlsson M.Sc hafa nú lokið við skýrsluna Borgarbyggð og Bifröst – Sambúð háskóla og byggðarlags sem unnin var fyrir Borgarbyggð og Viðskiptaháskólann á Bifröst.Í skýrslunni er fjallað um þætti í sambúð Borgarbyggðar og Viðskiptaháskólans sem að gagni geta komið í áætlanagerð um hvernig þekkingarmiðstöð getur nýst í atvinnuuppbyggingu sveitarfélagins. Einnig er gerð gerð grein fyrir …

Fjölsótt málþing um atvinnulíf, menntun og búsetu í Borgarfirði

Laugardaginn 2. mars sl stóðu sveitarfélögin í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, sameiginlega að málþingi um atvinnulíf, menntun og búsetu á Hótel Borgarnesi. Kolfinna Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, átti hugmyndina að málþinginu og greinilegt er að Borgfirðingum þykir málið afar brýnt því þeir fjölmenntu á Hótelið þennan dag og tóku virkan þátt í þinginu. Tilgangurinn með þinginu var að skerpa ímynd Borgarfjarðar …

Sumar- og afleysingastörf 2002

1. Afleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í baðvörslu, gæslu við sundlaugarmannvirki úti og inni, í íþróttahúsi auk þrifa, afgreiðslu o.fl.Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilning á íþrótta- og æskulýðsstarfi. Laun samkv. launatöflu SFB.Skilyrði fyrir ráðningu er …

Borgarbyggð hlýtur styrk úr Menningarborgarsjóði

Tilkynnt var um úthlutun úr Menningarborgarsjóði árið 2002 við formlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur mánudaginn 11. mars. Verkefnið Sögur og samfélög sem Borgarbyggð er í forsvari fyrir hlaut 800.000 króna styrk og er það einn af hæstu styrkjunum í ár. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann var stofnaður í ársbyrjun 2001. Hlutverk Menningarborgarsjóðs er …

Íþrótta- og æskulýðsmál

Núna í vikunni var lögð fyrir unglinga í 8.-10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar könnun á virkni þeirra í íþróttum og frítímastarfi sem boðið er upp á í Borgarbyggð. Það var Sigurður Örn Sigurðsson nemi við Íþróttakennaraháskóla Íslands sem vann könnunina er hann var í starfskynningu hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Svarhlutfall var mjög hátt en nær allir grunnskólanemar skólanna á þessum …

Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi

Í ár er árshátíðarverkefni Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi söngleikurinn &quotGrease“ en hann var síðast settur á svið í Félagsmiðstöðinni Óðali fyrir átta árum. Oft hafa sýningar Nemendafélagsins verið athyglisverðar og mikið fyrir augað og er engin undantekning á því í ár. Um 40 unglingar taka þátt í sýningunni og fara þeir allir á kostum í söng, dansi, leik og hljóðfæraleik, …

Íþróttadagur í Borgarbyggð

Sunnudaginn 24. febrúar var mikið um að vera í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi en þá var svokallaður íþróttadagur. Frítt var í sund og þreksal og voru fjölmargir sem nýttu sér það. Um kl. 16.oo hófst svo dagskrá í íþróttamiðstöðinni þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir afrek síðasta árs. Dagskráin byrjaði á skemmtilegu atriði nemenda Grunnskóla Borgarness úr Grease, en það er …