Fundur um skipulagsmál í Borgarnesi

maí 12, 2005
 
Fundur um skipulagsmál í Borgarnesi
Opinn kynningarfundur um breytingar á aðalskipulagi á svæðinu frá Granastöðum að Engjaási í Borgarnesi sem og deiliskipulagstillögu um íbúðabyggð í landi Granastaða, verður haldinn að Borgarbraut 65 efstu hæð kl. 20.30 fimmtudaginn 12. maí n.k.
Auk kynningar bæjaryfirvalda á skipulagstillögunum munu forsvarsmenn Búmanna gera grein fyrir hugmyndum sínum um byggingu á íbúðum fyrir eldri borgara í landi Granastaða.
Allir velkomnir
Borgarbyggð
 

Share: