Heimsókn bæjarstjórnar Akraness

Föstudaginn 18. október kom bæjarstjórn Akraness í heimsókn til Borgarbyggðar. Heimsóknin hófst við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi og var gengið þaðan í gegnum Skallagrímsgarðinn í Grunnskólann í Borgarnesi þar sem Kristján Gíslason skólastjóri sýndi húsnæði og sagði frá starfsemi skólans. Að lokinni heimsókn í skólann var haldið í fundarsal bæjarstjórnar þar sem haldinn var sameiginlegur fundur bæjarstjórnanna. Á fundinum voru tekin …

Ályktun vegna uppbyggingar stóriðju á Grundartanga

Borgarbyggð, Akraneskaupstaður, Borgarfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Innri-Akraneshreppur, Skilmannahreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Leirár- og Melahreppur hafa gefið út sameiginlega ályktun vegna uppbyggingar stóriðju á Grundartanga.   Ályktunin er svohljóðandi:   „Sveitarstjórnir ofangreindra sveitarfélaga fagna þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað hjá Norðuráli á Grundartanga undanfarin ár um leið og þær vekja athygli á mikilvægi fyrirtækisins á svæðinu m.t.t. atvinnuuppbyggingar og jákvæðrar þróunar mannlífs …

Uppkosningum aflýst

Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Vesturlands þann 24. september 2002 var felldur úr gildi úrskurður Félagsmálaráðuneytisins frá því 30. júlí um að uppkosning skyldi fara fram í Borgarbyggð.Uppkosning sem boðað var til 2. nóvember næstkomandi er hér með aflýst.   27. september 2002 Yfirkjörstjórn Borgarbyggðar

Úrskurður Félagsmálaráðuneytisins felldur úr gildi

Héraðsdómur Vesturlands hefur fellt úr gildi úrskurð Félagsmálaráðuneytisins frá 30. júlí s.l. þar sem ógiltar voru sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð s.l. vor.   Samkvæmt því verða ekki uppkosningar í Borgarbyggð 2. nóvember n.k. eins og áður hefur verið auglýst.

Kosningar 2. nóvember.

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar í dag var samþykkt, að höfðu samráði við yfirkjörstjórn Borgarbyggðar, að uppkosningar í Borgarbyggð vegna ógildingar félagsmálaráðuneytisins á sveitarstjórnarkosningum er fram fóru 25. maí 2002, fari fram laugardaginn 2. nóvember 2002.  

Skólasetning

Það voru 306 kát ungmenni sem hlýddu á Kristján Gíslason skólastjóra setja skólann í íþróttamiðstöðinni í dag ásamt foreldrum sem fjölmenntu á setninguna. Að setningu lokinni fóru nemendur á fund umsjónarkennara þar sem afhentar voru stundatöflur.   Endurbætt skólalóð ! Fyrsti áfangi skólalóðar var tekin í notkun með leiktækjum og tilheyrandi og voru ungmennin sérlega ánægð með framkvæmdir þessar. H.H. …

Sveitarstjórnarkosningarnar úrskurðaðar ógildar

Samkvæmt úrskurði félagsmálaráðuneytisins eru sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í Borgarbyggð 25. maí s.l. ógildar. Kosningarnar skulu því fara fram að nýju svo fljótt sem auðið er.   Bæjarstjórn Borgarbyggðar hefur ekki ákveðið hvenær kosningarnar skulu fara fram en ákvörðun um það verður tekin nú í ágústmánuði.  

Gönguklúbburinn á fjöllum

Gönguklúbburinn í Borgarnesi lagði á dögunum upp í göngu á hálendið og var ferðinni heitið á Fimmvörðuháls og yfir í Húsadal í Þórsmörk samtals um 29 km leið. Gengið var í nokkrum sudda upp með Skógá meðfram þeim 23 glæsilegu fossum sem áin sú skartar. Gist var í fjallaskálanum á Fimmvörðuhálsi og daginn eftir gengið sem leið lá niður Heljarkamb …

Vinnuskólinn að enda

Nú er komið að því að unglingarnir í vinnuskólanum fari í langþráð sumarfrí eða þar til skóli hefst um 20 ágúst n.k. Í dag kom Jafningafræðslan í heimsókn og var með frábæra dagskrá þar sem sérstaklega var komið inn á að efla sjálfsmynd unglinga og vitundarvakning gagnvart fordómum, einelti og vímuefnum. Síðasta föstudag var svo árlegt ferðalag vinnuskólans þar sem …