“Jónína Erna Arnardóttir og Óskar Þór Óskarsson Borgfirðingahátíð var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Var þetta mjög vel heppnuð hátíð og fjölmargir lögðu leið sína upp í Borgarfjörð. Einn liður í hátíðinni var kvikmyndasýningin „Óskarinn“ þar sem Óskar Þór Óskarsson í Borgarnesi sýndi tvær heimildarmyndir sem hann hefur gert, annars vegar sögur frá stríðsárunum og hinsvegar heimildamynd um …
17. júní í Borgarbyggð
Íbúar í Borgarbyggð fögnuðu Þjóðhátíðardeginum með svipuðu sniði og undanfarin ár. Dagskrá hófst með víðavangshlaupi á íþóttavellinum og eftir að fallhlífastökkvarar höfðu svifið til jarðar fór fram knattspyrnuleikur á milli bæjarstjórnar og stjórnar knattspyrnudeildar Skallagríms. Leiknum lauk með jafntefli 2 – 2, en lið bæjarstjórnar var sterkari aðilinn frá upphafi til leiksloka Eftir hádegið var guðþjónusta í Borgarneskirkju og síðan …
Ársreikningur Borgarbyggðar 2002.
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2002 var samþykktur við seinni umræðu í bæjarstjórn 8. maí s.l. Í „pistlinum“ á heimasíðunni rekur Páll Brynjarsson bæjarstjóri niðurstöður reikningsins og undir liðnum „tölulegar upplýsingar“ er hægt að sjá ársreikninginn í heild.
Loftorka kaupir Steypustöðina hf.
Loftorka í Borgarnesi ehf hefur keypt 100% hlut í Basalti ehf sem á meðal annars Steypustöðina hf, Steypustöð Suðurlands hf og Vinnuvélar hf sem sjá um malarvinnslu að Esjubergi og Norðurkoti á Kjalarnesi. Basalt ehf. Var í eigu 19 Byggingaverktaka sem starfandi eru í byggingariðnaði. Um fjörtíu manns starfa hjá Basalti ehf. Að sögn Konráðs Andréssonar hjá Loftorku er tilgangurinn …
Sparisjóðshúsið að ráðhúsi Borgarbyggðar?
Sparisjóður Mýrasýslu hefur boðið Borgarbyggð að kaupa húsnæði Sparisjóðsins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Að sögn Sigurðar Más Einarssonar stjórnarformanns SPM er áhugi fyrir því að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemi sjóðsins nær þjóðvegi eitt. “Miðbærinn hefur færst að þjóðveginum og við höfum áhuga á að færa okkur líka og vera þannig sýnilegri þannig að vegfarendur verði meira varir við …
Velheppnað umhverfisátak
Vel heppnuðu umhverfisátaki í Borgarbyggð á laugardag var fagnað með grillveislu í boði bæjarins í Skallagrímsgarði um kvöldið. Þennan dag voru íbúar hvattir til að taka til í görðum sínum að sögn bæjarstarfsmanna var það drjúgt sem týndist til. Mynd: Ásþór
Atvinnuátak í Borgarbyggð
Um fimmtán manns verða ráðnir á vegum Borgarbyggðar og stofnana sveitarfélagsins í sérstök verkefni í sumar með stuðningi atvinnuleysistryggingasjóðs. “Í kjölfar mikillar umræðu um atvinnuleysi á svæðinu skoruðum við á stofnanir sveitarfélagsins að sækja um stuðning úr atvinnuleysistryggingasjóði. Við sóttum um styrk til að manna tæplega 20 störf og fengum stuðning í fimmtán fyrir félagsmiðstöð, bókasafn, leikskólana og bæjarskrifstofunar en …
Áskorun um lækkun gangagjalds
Síðastliðinn mánudag afhenti bæjarstjóri Borgarbyggðar Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, áskorun frá sveitarfélögum á Vesturlandi þar sem skorað er á ráðherra að leita allra leiða til að lækka gjaldið í Hvalfjarðargöng. Að áskoruninni standa Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Hvítársíðuhreppur og Skilmannahreppur. Í ályktuninni er því fagnað að samgönguráðherra hafi óskað eftir viðræðum við Spöl ehf. um mögulega lækkun á gjaldinu …
Atkvæðin talin í íþróttahúsinu í Borgarnesi
Um tuttugu manns munu sinna því verki að telja atkvæðin í NV-kjördæmi í komandi Alþingiskosningum og munu þau gera það í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Að sögn Gísla Kjartanssonar, formanns yfirkjörstjórnar, má búast við að talningin taki lengri tíma en áður. “Það er miklu meiri vinna í kringum þetta en hefur verið vegna stækkunar umdæmisins. Meiningin er að flogið verði með …
Nýjar hugmyndir um Einkunnir kynntar
Nemendur á umhverfisskipulagsbraut Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri afhentu Borgarbyggð s.l. föstudag hugmyndir sem þau hafa unnið um framtíðarnýtingu og fyrirkomulag Einkunna, sem er útivistarsvæði Borgnesinga, sérkennilegur og fallegur staður vestast í Hamarslandi við Borgarnes. Það var Páll Brynjarsson bæjarstjóri sem tók við verkefnunum úr hendi nemenda og kennara við LBH. Fram kom m.a. í máli Páls við það tækifæri að …