Í dag hefur verið fjör á öskudagsgleði í Óðali í umsjón Nemendafélags Grunnskóla Borgarness. Margar kynja-verur komu í heimsókn og voru margir búningar sérstaklega vel hannaðir og frumlegir. Dans var stiginn og kötturinn sleginn úr “tunnunni”. Mikið var um að börn kæmu í fyrirtæki og tækju lagið í von um eitthvað gott í gogginn. Öskudagur, sannarlega dagur …
Styrkir vegna íþrótta,- tómstunda og æskulýðsmála.
Hér með auglýsir Borgarbyggð eftir umsóknum vegna úthlutunar á peningalegum styrkjum til íþrótta,- tómstunda- og æskulýðsstarfsemi fyrir árið 2003. Umsóknir þurfa að hafa borist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbraut 11 fyrir fimmtudaginn 20 mars n.k.Um styrki geta sótt félög og aðilar sem sinnaíþrótta- tómstunda- og æskulýðsstarfi í sveitarfélaginueða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Úthlutunarreglur vegna framlaga til íþrótta,- tómstunda- …
Íþróttamaður Borgarbyggðar 2002
Kjör á Íþróttamanni Borgarbyggðar fyrir árið 2002 fór fram við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi s.l. föstudag. Það eru deildir og félög í Borgarbyggð sem tilnefna sinn besta afreksmann og fær Tómstundanefnd Borgarbyggðar það erfiða hlutverk að útnefna íþróttamann ársins úr tilnefningum sem berast.Að þessu sinni var það Hafþór Ingi Gunnarsson körfuknattleiksmaður í úrvalsdeildarliði Skallagríms sem …
Aukið samstarf Borgarbyggðar og Akraness
Síðastliðinn föstudag kom hópur embættismanna frá Borgarbyggð og Akraneskaupstað saman til fundar á Akranesi. Umræðuefnið var samkomulag frá því í október 2002 um nánara samstarf þessara sveitarfélaga í ýmsum málum. Meðal þeirra þátta samkomulagsins sem ræddir voru má nefna málefni slökkviliða, fráveitumál, forvarnamál, námskeiðahald fyrir starfsfólk grunn- og leikskóla, endurmenntun starfsmanna, samstarf tæknideilda og samstarf íþróttafélaga. Einnig var rætt um …
Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði Borgarbyggðar
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast forstöðumanni Fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi, …
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2003
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2003 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar þann 23. janúar s.l. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2003 nemi 662 milljónum króna sem er um 8% hækkun á milli ára. Þær skiptast þannig að útsvarstekjur eru áætlaðar 427 milljónir króna, fasteignaskattur 81 milljónir króna, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 145 milljónir króna og lóðaleiga …
Námskeið um gerð viðskiptaáætlana
Í tengslum við verkefnið “Nýsköpun 2003” sem er samkeppni um viðskiptaáætlanir, verður boðið upp á námskeið á tveimur stöðum á Vesturlandi. Akranesi, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.15 í Safnaskálanum. Snæfellsbæ, mánudaginn 17. febrúar kl. 17.15 í Hótel Ólafsvík. Námskeiðið, stendur frá klukkan 17:15-20:30. Fyrirlesari verður G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri samkeppninnar. Þátttakendur greiða kr. 1.500.- fyrir kaffi og léttan málsverð í …
Fjölmenni á þrettándabrennu
Nú árið er liðið ….. Þrettándabrenna var haldin á Seleyrinni 6. janúar s.l. að viðstöddu fjölmenni. Veðrið var eins og best verður á kosið og var flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Brákar sérlega glæsileg. Halldór Sigurðsson hjá Njarðtaki setti upp brennuna og var brennustjóri. Bæjarstjórinn í Borgarbyggð flutti ávarp og hvatti menn til að standa saman og vera bjartsýn á nýju ári. Á …
Gleðileg jól.
Óskum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Starfsfólk Borgarbyggðar.
Bæjarmálin í beinni útsendingu Fm. Óðals
Í dag kl. 13.oo verða fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Borgarbyggð gestir Eddu Bergsveinsdóttur fréttastjóra Fm. Óðals og verða bæjarmálin rædd í bak og fyrir í fréttastofu. Spurt verður um nýafstaðnar kosningar, atvinnuhorfur og hvaða áherslur verða í stjórnun bæjarfélagins á næstu árum. Eddu til halds og trausts verður fréttamaðurinn geðþekki Gísli Einarsson.