Íbúatala tvöfaldast í Borgarnesi

Búnaðarbankamót í fótbolta fer fram í Borgarnesi helgina 28.-30. júní næstkomandi. Knattspyrnudeild Umf.Skallagríms hefur veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd mótsins og er þetta í áttunda sinn sem mótið er haldið. Þátttökurétt á mótinu hafa íþróttafélög sveitarfélaga með færri en 2.000 íbúa. Í ár eru yfir 800 þátttakendur á aldrinum 5 til 14 ára skráðir til leiks en keppt …

Páll S. Brynjarsson ráðinn bæjarstjóri

Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. júní 2002 að ráða Pál S. Brynjarsson sem bæjarstjóra Borgarbyggðar kjörtímabilið 2002 – 2006. Páll er að ljúka tveggja ára framhaldsnámi í stefnumótun og stjórnsýslu frá háskólanum í Volda í Noregi. Árin 1991 – 1995 stundaði hann nám í stjórnmálafræði við Árhúsaháskóla í Danmörku og lauk því námi með meistaragráðu. 1991 útskrifaðist Páll …

Berum höfuð hátt

Beint í kjölfar Borgfirðingahátíð kemur þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga sem að þessu sinni ber upp á 17. júní. Að venju verður dagurinn haldinn hátíðlegur í Borgarnesi. Dagskrána er að finna hér. Aðstandendur hátíðarinnar leggja sérstaka áherslu á að fólk beri einhverskonar höfuðfat. Það setur skemmtilegan svip á hátíðarhöldin og er afar vel viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Leikskólabörn hafa tekið þessari áskorun …

Milli fjalls og fjöru

Föstudaginn 14. júní, kl. 16, verður opnuð sýningin “Milli fjalls og fjöru” í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Þar er fjallað um skóga á Íslandi að fornu og nýju bæði frá sjónarmiði náttúrufars og menningarsögu og reynt að varpa ljósi á mikilvægi skógarins í sögu lands og þjóðar. Það eru Byggðasafn Borgfirðinga og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar sem standa að sýningunni en …

Forleikur að Borgfirðingahátíð

Nú styttist heldur betur í Borgfirðingahátíðina. Systrakvartettinn úr Borgarnesi tók forskot á sæluna með tónleikum í Borgarneskirkju laugardaginn 8. júní. Var þar um að ræða nokkurskonar “forleik að Borgfirðingahátíð”. Kvartettinn skipa tvö systrapör úr Borgarnesi, þær Jónína Erna og Unnur Arnardætur og Theódóra og Birna Þorsteinsdætur. Á tónleikunum spilaði dóttir Birnu, Anna Sigríður Þorvaldsdóttir, á selló með þeim í nokkrum …

Lokaball í Óðali

Félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag Grunnskóla Borgarness stóðu fyrir árlegum dansleik í Óðali sem jafnframt eru lokin á vel heppnuðu félagslífi vetrarins. Ein vinsælasta hljómsveit landsins kom í heimsókn og er óhætt að segja að þarna hafi farið fram einn fjörugasti dansleikur ársins í Borgarnesi.Myndin sýnir Land og syni ásamt Gógópíum.

Sumarstörf barna og unglinga

Út er kominn bæklingur þar sem kynnt er það sem börnum og unglingum stendur til boða í Borgarbyggð í sumar. Hér er hægt að skoða bæklinginn á acrobat reader formi.

Mikið um skólahópa í sundi

Þessa dagana er mikið fjör á sundlaugarsvæðinu í Borgarnesi og hafa fleiri hundruð ungmenni allstaðar af að landinu notið þess að koma við ísundlauginni og prófa vatnsrennibrautirnar góðu. Stopp í Borgarnesi er því orðin fastur liður í mörgum skólaferðalögum ár eftir ár.Á myndinni eru kátir krakkar úr Lækjarskóla Hafnarfirði.

Endurbættur sparkvöllur í Sandvíkinni

Sparkvöllurinn sem þökulagður var í fyrra á leiksvæðinu í Sandvíkinni hefur nú verið tekinn í notkun með nýjum mörkum og mjúku grasi. Er þetta himnasending fyrir unga og duglega sparkunnendur en heimsmeistarakeppnin veldur því að þeir þurfa sjálfir að fara yfir marga góða takta sem sjást á skjánum um þessar mundir og kemur þá sparkvöllurinn sér vel.

Fljúgum hærra!

Nú styttist óðum í Borgfirðingahátíðina, sem haldin verður dagana 14.-17. júní. Undirbúningur er á fullu og er dagskráin að fá á sig endanlega mynd. Þar kennir ýmissa grasa. Dagskrána er að finna í heild sinni hér. Laugardaginn 8. júní verður tekið forskot á sæluna með “Forleik að Borgfirðingahátíð”. Þar ríður Systrakvartettinn úr Borgarnesi á vaðið og heldur lauflétta tónleika í …