Mikil spenna fyrir leiknum í Keflavík í kvöld

mars 30, 2006
Fjölmargir eru nú að undirbúa för sýna til Keflavíkur á þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfuknattleik. Sparisjóður Mýrasýslu kom færandi hendi í gær og bauð fríar sætaferðir á leikinn. Farið verður frá íþróttamiðstöðinni kl. 17.30 á eftir. Heyrst hefur að margir borgfirðingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu ætli að þyrpast á leikinn þannig að þetta verður eitt stærðar ættarmót.
Leikurinn verður sýndur á SÝN fyrir þá sem komast ekki til Keflavíkur. Svo er bara að sjá hvort við höfum eitthvað í þá að gera á útivelli.
ij
 

Share: