Sparisjóður Mýrasýslu fyrirtæki ársins 2004 í Borgarbyggð

Á atvinnuvegasýningunni Gakktu í bæinn var tilkynnt um niðurstöðu í vali bæjarráðs Borgarbyggðar á fyrirtæki ársins. Fyrirtæki ársins 2004 var Sparisjóður Mýrasýslu, en sjóðurinn skilaði tæplega 200 milljón króna hagnaði árinu og var síðastliðið ár eitthvert það besta í sögu sjóðsins. Þá var Vegagerðin heiðruð fyrir góðan aðbúnað til handa starfsfólki sínu og snyrtilega umgengni jafnt utan dyra sem innan …

Gakktu í bæinn

Laugardaginn 21. maí n.k. verður haldinn atvinnuvegasýning þar sem borgfirsk fyrirtæki kynna vörur sínar. Sýningin hefst í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 11,oo þar sem veitt verður viðurkenning til fyrirtækis ársins í Borgarbyggð. Einnig verður þar tískusýning, dansarar frá Kleppjárnsreykjaskóla sýna listir sínar, tónlistaratriði, Borgarnesmót í flökun á vegum Eðalfisks og reiðskóli Bjarna Guðjónssonar býður börnunum á hestbak. Fjöldi fyrirtækja kynna …

Varmalandsskóli 50 ára

Það þykir ávallt nokkur áfangi að verða 50 ára. Þá þykir amk. afmælisbarninu að nokkuð virðulegum aldri sé náð en það sé þó enn í fullu fjöri. Enda er aldur afstæður og ræðst af hugarfari hvers og eins. Þann 21. maí n.k. eru 50 ár frá því fyrsta skólavetri lauk í Varmalandsskóla. Þetta hefur verið stór áfangi árið 1955 fyrir …

Fundur um skipulagsmál í Borgarnesi

  Fundur um skipulagsmál í Borgarnesi Opinn kynningarfundur um breytingar á aðalskipulagi á svæðinu frá Granastöðum að Engjaási í Borgarnesi sem og deiliskipulagstillögu um íbúðabyggð í landi Granastaða, verður haldinn að Borgarbraut 65 efstu hæð kl. 20.30 fimmtudaginn 12. maí n.k. Auk kynningar bæjaryfirvalda á skipulagstillögunum munu forsvarsmenn Búmanna gera grein fyrir hugmyndum sínum um byggingu á íbúðum fyrir eldri …

Sameiningarkosningar

Úrslit sameiningarkosninganna sem fram fóru 23. apríl s.l. í 5 sveitarfélögum norðan Skarðsheiðar voru þau að íbúar allra sveitarfélaganna nema Skorradalshrepps samþykktu tillögu sameiningarnefndar um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps.   Niðurstöður í hverju sveitarfélagi fyrir sig voru þessar: Borgarbyggð: Atkvæði greiddu 770 af 1836 á kjörskrá sem er 42% kjörsókn. Já sögðu 663 sem er 86,2% Nei …

Úrslit sameiningakosninga í Borgarbyggð

Úrslit sameiningarkosninga í Borgarbyggð voru þessi:   Atkvæði greiddu 770 eða 42% þeirra sem voru á kjörskrá. Já sögðu 663 Nei sögðu 94 Auðir seðlar voru 13.   Af þeim fimm sveitarfélögum sem tóku þátt í sameiningarkosningunum var sameining samþykkt í fjórum þeirra en felld í Skorradalshreppi.  

Kosning um sameiningu sveitarfélaga

Laugardaginn 23. apríl verður kosið um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps.   Í samræmi við bæjarmálasamþykkt verða kjörfundir á eftirtöldum stöðum í Borgarbyggð:   Í Lyngbrekku frá kl. 11,oo – 20,oo fyrir svæðið vestan Langár. Í Þinghamri frá kl. 11,oo – 20,oo fyrir svæðið ofan Gljúfurár. Í Grunnskólanum í Borgarnesi frá kl. 09,oo – 22,oo fyrir svæðið milli …

Heimsókn frá sveitarfélaginu Tolga í Noregi

Þriðjudaginn 12. apríl kom 14 manna hópur starfsmanna frá sveitarfélaginu Tolga í Noregi í heimsókn í Borgarfjörð. Í Borgarnesi var fundað og farið yfir rekstur og uppbyggingu á starfsemi sveitarfélaga á Íslandi og í Noregi. Eftir gagnlegar umræður var farið í sund og létu gestir okkar ferðaþreytuna líða úr sér í heitu pottunum. Síðan heimsótti hópurinn Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og …

Fyrirlestur um uppeldi fyrir foreldra !

Úlfatíminn nefnist fyrirlestur um uppeldismál sem verður í Óðali í kvöld miðvikudagskvöldið 30. mars kl. 20.00 Fyrirlesari verður Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Sérstök áhersla verður lögð á erfiðleikana í uppeldi barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni í þessum fyrirlestri en Gylfi hefur haldið fjölda erinda og fyrirlestra um uppeldi. Mætum í Óðal   Fjölskyldusvið Borgarbyggðar Rauðikross …

Sundlaugin Varmalandi opin um páskahelgina

Sundlaugin Varmalandi verður opin um páskana sem hér segir: 24. mars (Skírdagur) kl. 13-18 25. mars (Föstudagurinn langi) kl. 13-18 26. mars (Laugardagur) kl. 13-18 27. mars (Páskadagur)kl. 13-18 Heitur pottur Rennibraut Ljósabekkur Gufubað Verið velkomin ! Starfsfólk