Sýning um Pourquoi-pas?

september 19, 2006
Laugardaginn 16. september var opnuð sýning í Tjerneshúsi í Englendingavík í Borgarnesi í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá strandi Pouroquoi-pas? við Straumfjörð á Mýrum.
Það er Safnahús Borgarfjarðar, Hollvinasamtök Englendingavíkur og Borgarbyggð sem standa að sýningunni og hefur Ása S. Harðardóttir forstöðumaður Safnahússins haft veg og vanda af verkinu.
Hefur hún safnað saman munum víða að úr skipinu í samvinnu við áhugamenn um atburðinn s.s. Svan Steinarsson sem oft hefur kafað niður að skipinu og þekkir sögu þess vel.
Sýningin fékk mjög góðar viðtökur viðstaddra en hún verður fyrst um sinn opin alla laugardaga frá kl. 13,oo – 17,oo.
Einnig verður hægt að fá að sjá sýninguna á öðrum tímum í samráði við Ásu Harðardóttur forstöðumann Safnahúss Borgarfjarðar í síma 430-7200.
 

Share: