Góð útkoma Viðskiptaháskólans úr stjórnsýslukönnun

Menntamálaráðuneytið lét IMG ráðgjöf nýverið gera úttekt á stjórnun og rekstri Viðskiptaháskólans á Bifröst en slík úttekt er gerð á þriggja ára fresti. Úttektin er unnin fyrir ráðuneytið til að kanna hvernig skólinn hefur á undanförnum 3 árum staðið við samning um fjárframlög og ráðstöfun þeirra fjármuna sem samningur við ráðuneytið tryggir skólanum. Óhætt er að segja að úttektin komi …

Eitt og hálft tonn af framsóknarkonum

Af fullum þunga í pólitík! – Samkvæmt hárnákvæmri vog Vírnets Garðastál var eitt og hálft tonn af Framsóknarkonum á ferð um Vesturland um helgina. Þing Landsambands Framsóknarkvenna var haldið um helgina í Hótel Glym á Hvalfjarðarströnd. Þá fóru þingfulltrúar í ferð um Borgarfjörð og komu meðal annars við í verksmiðju Vírnets – Garðastál í Borgarnesi.

400 manna ungmennaráðstefna

  Það verður væntalega lífleg helgi í Borgarnesi þegar um 400 unglingar og starfmenn úr félagsmiðstöðum landssins koma á ungmennaráðstefnu hér nú um helgina og fara m.a. í smiðjuvinnu út um allan Borgarfjörð auk þess sem slegið verður á létta strengi á kvöldin. Það er félagsmiðstöðin Óðal sem tók Landsmótið að sér þetta árið en síðast var hér landsmót Samfés …

Út vil ek

Almennur fundur um markaðs- og kynningarmál sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 30. september kl. 20.30. Frummælendur verða; Þórólfur Árnason borgarstjóri og Ólafur Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslensku Auglýsingastofunnar. Að loknum framsögum mun Gísli Einarsson ritstjóri stýra pallborðsumræðum, en auk frummælenda munu Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, Svanhildur Konráðsdóttir framkvæmdastjóri Höfuðborgarstofu og Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar sitja við pallborðið. …

Borgarfjordur.com

Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnuð ný heimasíða á slóðinni borgarfjordur.com en síðunni verður haldið út sameiginlega af sveitarfélögunum Borgarfjarðarsveit og Borgarbyggð. Um er að ræða ítarlega upplýsinga – og þjónustusíðu sem ætlað er að uppfylla þarfir ferðamanna og annarra sem vilja fræðast um Borgarjförð í heild. Á síðunni er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu og áhugaverða staði, sögu …

Miðbæjarleikarnir í afar frjálsum íþróttum

Páll Brynjarsson bæjarstjóri lét í minni pokann fyrir bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússyni.Síðastliðinn laugardag hélt menningarmálanefnd Miðbæjarsamtakanna í Borgarnesi (sem reyndar eru ekki til) í fyrsta sinn verðandi árlega miðbæjarleika í afar frjálsum íþróttum og í tengslum við þá töðugjöld Miðbæjarsamtakanna til að fagna því að heyskap er nú lokið í flestum húsagörðum á svæðinu. Aðild að Miðbæjarsamtökunum (ef þau væru …

Samningur milli Bifrastar og Hóla

Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum og Runólfur Ágústsson, rektorViðskiptaháskólans á Bifröst og við undirritun samkomulagsins íHóladómkirkju laugardaginn 30. ágúst.Viðskiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst annars vegar og Ferðamáladeild og Fiskeldisdeild Hólaskóla, Háskólans á Hólum hins vegar hafa nýverið undirritað samkomulag um gagnkvæmt mat á námi. Nemendur sem útskrifast frá Háskólanum á Hólum fá nám sitt metið sem 30 eininga áfanga til …

Rannsóknarsetur í húsnæðismálum á Bifröst

Rannsóknarsetur í húsnæðismálum var stofnað við Viðskiptaháskólann á Bifröst í tengslum við 86. setningu skólans sunnudaginn 24. ágúst s.l. kl. Þá undirrituðu Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs ogRunólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst samstarfssamning um rekstur rannsóknar-setursins. Einnig undirrituðu Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Runólfur Ágústsson rektor samkomulag um að rannsóknarsetrið sjái um sérstaka gagnaöflun og úrvinnslu upplýsinga á sviði húsnæðismála fyrir …

Kaupfélagshúsin afhent

Páll Brynjarsson bæjarstjóri tekur við lyklunum úr hendi Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóraÍ gær tók bæjarstjórn Borgarbyggðar formlega við húseignum við Skúlagötu íBorgarnesi sem sveitarfélagið hefur keypt af Kaupfélagi Borgfirðinga. Húsinsem um ræðir tilheyrðu byggingavörudeild KB sem hefur sem kunnugt er flutt sig um set að Snæfellsnesvegamótum. Ekki liggur fyrir hvað gert verður viðhúsið sem hýsti byggingavörudeildina enákveðið hefur verið að rífa …

Mikil fjölgun á Varmalandi

Á meðan nemendum hefur fækkað ár frá ári í flestum sveitaskólum landsins er þróunin þveröfug í Varmalandsskóla í Borgarfirði. Nemendur þar verða um 170 talsins í vetur en voru um 150 síðasta vetur og er því fjölgun sem nemur 20 nemendum. Fjölgunin er enn meiri en spár gerðu ráð fyrir í tengslum við vöxt Viðskiptaháskólans á Bifröst en fjölgunin í …