Dagur íslenskrar tungu

nóvember 16, 2006
Dagur íslenskrar tungu er í dag. Ýmislegt er gert í sveitarfélaginu af því tilefni og má þar nefna framtak grunnskólanna sérstaklega auk þess sem Safnahús Borgarfjarðar opnar sýningu á ljóðum grunnskólanemenda kl. 17 á neðri hæð safnsins. Í Borgarneskirkju verður Grunnskólinn í Borgarnesi með dagskrá fyrir nemendur 1.-6. bekkja skólans. Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og á Hvanneyri lesa ljóð í dag og unglingadeild Varmalandsskóla verður með hátíðardagskrá, sem öll er unnin upp úr verkefnum þeim sem nemendur eru að vinna í skólanum. 10. bekkur verður með glærukynningu um íslensk hugtök, 9. bekkurinn sýnir hluta af kvikmynd sem hann er að búa til um stríðsárin og 8. bekkur heldur spurningarkeppni. Í Laugargerðisskóla verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur ásamt tónlistardegi Steinunnar, sem kenndur er við Steinunni Pálsdóttur tónlistarkennara. Nemendur koma fram og flytja tónlist og talað mál af ýmsu tagi. Nánari upplýsingar má fá á eftirtöldum heimasíðum:
 
Grunnskólinn í Borgarnesi: www.grunnborg.is
Varmalandsskóli: www.varmaland.is
Safnahús Borgarfjarðar: www.safnahus.is
 

Share: