Landnámssetur hlýtur nýsköpunarverðlaun SAF

nóvember 16, 2006
Landnámssetur Íslands í Borgarnesi, hlýtur nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Holti í dag. Í úrskurði dómnefndar segir að Landnámssetrið hafi hlotið verðlaunin fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og séu til þess fallnar að auka menningartengda ferðaþjónustu hér á landi utan hins hefðbundna ferðatímabils. (Af www.skessuhorn.is)
 
 

Share: