Sunnudaginn 25. febrúar n.k. mun Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Borgarbyggð kynna það helsta sem er að gerast í íþrótta- og tómstundamálum á svæðinu. Hvaða möguleikar eru í boði fyrir hina dæmigerðu fjölskyldu í Borgarbyggð. Kynningin fer fram í Safnahúsi Borgarfjarðar og hefst kl. 15,oo. 25th of Febrary, 2007 in Safnahús Borgarfjarðar at 15:00. Indriði Jósafatsson, director of …
Atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð
Opinn hádegisfundur Atvinnu- og markaðsnefnd boðar til opins fundar um atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar n.k. og hefst kl. 12,oo að Hótel Hamri. Dagskrá: 1. Nefndin kynnir sig og verkefni sín. 2. Almennar umræður um atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð. Nefndin hvetur forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í Borgarbyggð, sem og allt …
Árshátíð Laugargerðisskóla – Ronja á fjölunum
Árshátíð Laugargerðisskóla var haldin síðastliðinn laugardag. Sýndir voru þættir úr leikritinu Ronju ræningjadóttur við góðar viðtökur áhorfenda. Með þessari frétt eru nokkrar myndir sem nemendur tóku á lokaæfingunum fyrir sýningu. að lokinni uppfærslunni var haldin kaffiveisla fyrir alla viðstadda. Næsti viðburður í skólanum er á Öskudag, miðvikudaginn 21. febrúar og þá verður grímuball eftir hádegismatinn, kötturinn sleginn úr …
Fundur um fráveituframkvæmdir í Borgarnesi
Opinn fundur um fráveituframkvæmdir í Borgarnesi verður haldinn á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 22. febrúar 2007 kl. 20.00. Vegna uppbyggingar hreinsistöðvar í Brákarey munu fulltrúar Orkuveitunnar koma á fundinn og kynna fyrirhugaðar fráveituframkvæmdir og skipulagsmál þeim tengd. Vonumst til að sem flestir íbúar sjái sér fært að mæta. Borgarbyggð og Orkuveita Reykjavíkur
Skipulagsauglýsing 2007-02-19
Deiliskipulagsbreyting á frístundasvæði Skógarbyggðar í landi Bjarnastaða, Borgarbyggð. Sjá má breytingatillöguna með því að smella hér. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á ofangreindu skipulagi. Breyting felst í því að stærðarmörkum frístundahúsa í byggingarskilmálum er breytt úr 100m2 í 150m2. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar …
Menningarsjóður Borgarbyggðar – styrkir – 2007
Menningarsjóður Borgarbyggðar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til menningartengdra verkefna á árinu 2007 og má sjá auglýsinguna hér. Það er menningarnefnd sem úthlutar úr sjóðnum og umsóknarfrestur rennur út þ. 28. febrúar n.k. Ljósmynd: gamla kirkjan í Reykholti. Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir
Landbúnaðarsafn Íslands stofnað
Í gær var Landbúnaðarsafn Íslands formlega stofnað á Hvanneyri. Safnið verður til á grunni Búvélasafnsins, sem þekkt er orðið fyrir sérstöðu sína við að varðveita og kynna sögu íslensks landbúnaðar. Nýtt landbúnaðarsafn verður sjálfseignarstofnun og eru stofnaðilar eftirtaldir: Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Borgarbyggð. Helsti forgöngumaður þessa verkefnis og sá sem mesta atorku hefur lagt í uppbyggingu Búvélasafnsins er Bjarni …
Fréttabréf Borgarbyggðar komið út
Fyrsta fréttabréf Borgarbyggðar á þessu ári er komið út og hefur verið sent heim til allra íbúa í sveitarfélaginu. Að þessu er ritstjóri og ábyrgðarmaður þess Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri, en Guðrún Björk Friðriksdóttir annaðist umbrot og hönnun. Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sá um prentun, en fréttabréfið er gefið út í 1500 eintökum. Ljósmyndir í ritinu eru eftir Þorgerði Gunnarsdóttur o.fl. …
Skipulagsauglýsing – 2007-02-14
Auglýst er deiliskipulagsbreyting á frístundasvæði Brekkubyggðar í landi Bjarnastaða, Borgarbyggð. Í samræmi við 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingu á ofangreindu skipulagi. Breyting felst í því að stærðarmörkum frístundahúsa í byggingarskilmálum er breytt úr 120m2 í 150m2. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 21.02.2007 til 21.03.2007 frestur til …
Merking á ráðhús Borgarbyggðar
Nú styttist í að Ráðhús Borgararbyggðar verði merkt með heiti og nýja sveitarfélagsmerkinu. Merkið og stafirnir eru tilbúnir en veggurinn sem merkið á að fara á þótti orðinn lítið augnayndi og því var ákveðið að mála vegginn áður en merkið yrði sett upp. Beðið er eftir að hitinn hækki aðeins til að hægt sé að hefja framkvæmdir. Hægt er að …