Skipulag byggðar í Brákarey – tillögur skipulagshönnuða lagðar fram og kynntar !

Í lok síðasta árs var farið af stað með að kanna áhuga nokkurra teikni- og arkitektastofa á þátttöku í hugmyndavinnu um skipulag byggðar í Brákarey.   Í framhaldi lá fyrir að fjórar stofur tækju þátt í verkefninu, enda um spennandi og krefjandi skipulagsverkefni að ræða. Eftir að hafa fengið í hendur ýmis gögn um verkefnið, hófust þessar stofur handa í …

Mjallhvít og dvergarnir sjö

Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar eru nú að æfa söngleikinn Mjallhvít og dvergarnir sjö. Söngleikurinn er byggður á teiknimynd Walt Disneys við tónlist Franks Churchill. Nemendurnir sem koma fram í sýningunni eru á aldrinum 7-12 ára. Um tónlistar- og leikstjórn sér Theodóra Þorsteinsdóttir og við flygilinn er Birna Þorsteinsdóttir. Frumsýning verður föstudaginn 16, mars kl. 18:00. Önnur sýning verður laugardaginn 17. mars …

Laust starf við ræstingar

Auglýst er laust starf við ræstingar í leikskólanum Klettaborg, Mávakletti 14. Starfið felst í ræstingum eftir lokun leikskólans alla virka daga. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og er ráðning tímabundið til 12. júlí 2007. Laun eru samkvæmt kjarasamingi Launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Borgarbyggðar. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2007. Nánari upplýsingar veita Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri og Guðbjörg …

Varmaland og Bifröst – breytt opnun

Í ljósi reynslunnar hefur verið tekin ákvörðun um að breyta opnunardögum og opnunartímum í Félagsmiðstöðinni Hosiló á Varmalandi. Til að koma til móts við þarfir unglinga á Bifröst hefur einnig verið komið á kvöldopnun í Gauknum, aðstöðu unglinga þar. Allir unglingar í Hosiló eru hvattir til að nota félagsmiðstöðina bæði þegar opið er á daginn í Þinghamri og á kvöldin …

Leiksýningar í Lyngbrekku

Í dag, Föstudaginn 9.mars, frumsýnir Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi gamanleikritið ,,Sex í Sveit“ í Félagsheimilinu Lyngbrekku.   Alls taka sex leikarar þátt í sýningunni og leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Leikdeild Skallagríms hefur verið á miklum hrakhólum undanfarin 7 ár og hrakist milli gamalla iðnaðarhúsa í Borgarnesi. Sökum þess hefur ekki verið tækifæri á að setja upp leikrit jafn títt …

Margmenning – félag áhugafólks

– Látum okkur líða vel saman í Borgarbyggð!   Sunnudaginn 11. mars kl 17:00ATH, breytt staðsetning -Matstofan (Dússabar) Brákarbraut 3, BorgarnesPáll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Páll ræðir hlutverk sitt sem sveitarstjóri og þróun sveitarfélagsins undanfarin ár. Hann svarar fyrirspurnum.Allir velkomnir! Sunday 11th March at 5:00 PMNOTE, new place -Matstofan (Dússabar) Brákarbraut 3, Borgarnes> Páll S. Brynjarsson, Mayor of Borgarbyggð.Páll speaks of …

Fyrstu greiðsluseðlar fasteignagjalda sendir út

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2007 eiga fyrir nokkru að hafa borist til allra fasteignaeigenda í Borgarbyggð. Seðlarnir voru seinna á ferðinni en til stóð vegna tafa við vinnslu gjaldanna sem m.a. stafar af að nú eru sveitarfélög skyldug að nota nýtt álagningarkerfi sem Fasteignamat ríkisins hefur látið gera.   Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga, sem var 15. febrúar, voru einnig mjög seint á …

Húsverndunarsjóður – umsóknafrestur til 26. mars

Stjórn Húsaverndunarsjóðs Borgarbyggðar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2007.   Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum í Borgarbyggð sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningasögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss eða mannvirkis og í samræmi við sjónarmið minjavörslu. Umsóknum um …

Blómlegt menningarstarf – tónleikar í Reykholtskirkju

Mikið er um ýmis konar listviðburði í héraði um þessar mundir og má nefna sem dæmi að í Landnámssetri í Borgarnesi eru þrjár sýningar á fjölunum í marsmánuði því sýningar á Mr. Skallagrímssyni eru hafnar aftur. Nú hafa verið sýndar 80 sýningar af þessu vinsæla verki sem nýtur alltaf mikilla vinsælda.   Þessu til viðbótar eru leikfélög ungmennafélaga að æfa …

Heimasíða Búvélasafnsins

Heyskapur eldri tíðar á Hvanneyri Oft rata skemmtilegar fréttir og frásagnir á heimasíðu Búvélasafnsins á Hvanneyri og þar á ekki síst í hlut Bjarni Guðmundsson ritstjóri síðunnar og forstöðumaður safnsins. Við bendum fólki á að heimsækja vefinn og lesa þar nýja skráningu um bændur í Hólum og Alfreð Nóbel.   Vefslóðin er www.buvelasafn.is og einnig er tengill hér neðar á …