Ný íbúðargata á Varmalandi

september 17, 2007
Ný íbúðargata er að verða til á Varmalandi. Starfsmenn Borgarverks hafa unnið að gerð götunnar frá því í lok ágúst og er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið á þessu ári.
Samkvæmt deiliskipulagi eiga að koma tvær nýjar íbúðagötur á Varmalandi og er þetta sú fyrri. Við götuna verða tvær parhúsalóðir, tvær raðhúsalóðir og fimm einbýlishúsalóðir. Við efri götuna, sem enn hefur ekki verið boðin út, verða sex einbýlishúsalóðir.
Myndir með fréttinni tók Jökull Helgason.

Share: