Úthlutað hefur verið styrkjum úr Menningarsjóði Borgarbyggðar, vegna verkefna árinu 2007. Aldrei hafa borist svo margar umsóknir sem núna, en alls voru þær 45 talsins og ber það vott um mikla grósku í menningarlífi í sveitarfélaginu. Það er Menningarnefnd sem fer með stjórn sjóðins og var henni vandi á höndum að ákveða úthlutanir. Niðurstaðan varð sú að alls 30 verkefni …
140 ára verslunarafmæli Borgarness
Þann 22. mars 2007 eru liðin 140 ár síðan Borgarnes fékk konunglegt leyfi sem verslunarstaður. Óhætt er að segja að löggildingin hafi markað mikil tímamót í sögu Borgarness og þar með sveitanna í kring. Í tilefni af afmælinu, sem er í raun jafnframt afmæli Borgarness, verður blásið til afmælisveislu í Landnámssetrinu við Búðarklett í Borgarnesi fimmtudaginn 22. mars, en á …
Borgarnes í brennidepli á RÚV á afmælisdaginn
Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt um þá fagnar Borgarnes 140 ára verslunarafmæli á morgun, 22. mars. Dagurinn er í raun jafnframt afmælisdagur byggðar í Borgarnesi þar sem það var í kjölfar þess að staðurinn fékk löggildingu sem verslunarstaður að fólk settist hér að. Í tilefni af þessum tímamótum verður Borgarnes í sviðsljósinu hjá RÚV í dag. Klukkan …
Menningarsamstarf við Mosfellsbæ
Síðastliðinn föstudag var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf í menningarmálum á milli Mosfellsbæjar og Borgarbyggðar. Undirritunin fór fram í Landnámssetri í Borgarnesi þar sem við sama tækifæri var tekinn í notkun sérstakur upplýsingaskjár um fornleifauppgröftinn við Hrísbrú í Mosfellsdal. Meðal þess sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni er að sveitarfélögin tvö ætli sér að koma á almennu samstarfi um …
Stórleikur í kvöld kl. 20.00
Mikil eftirvænting ríkir fyrir oddaleikinn í kvöld á milli Skallagríms og Grindavíkur í Fjósinu í Borgarnesi. Víst er að þetta verður hörkuleikur tveggja frábærra liða sem leggja nú allt undir til að komast í undanúrslitin í leiknum í kvöld en þá verður leikið til þrautar. Annað liðið fer áfram en hitt fer í sumarfrí. Sjáumst í Fjósinu. Ferkari umfjöllun …
Fjallað um málefni innflytjenda á Vesturlandi
Þann 21.mars næstkomandi verður haldið málþing um málefni innflytjenda á Vesturlandi. Sjá má dagskrá þingsins með því að smella hér. Málþingið verður haldið í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík og mun hefjast kl. 10:00 og mun því ljúka um kl. 14:00. Leitast verður við að svara spurningunni: Hvernig hafa sveitarfélög, atvinnurekendur og íbúar á Vesturlandi tekið á móti innflytjendum ? Markmiðið með …
Glæsileg frammistaða 7. bekkinga
Það voru nemendur úr grunnskólum Borgarbyggðar sem prýddu þrjú efstu sætin í Stóru upplestrarkeppninni fyrir Borgarfjörð og Dali sem haldin var nýverið. Þessir nemendur eru eftirtalin: Klara Sveinbjörnsdóttir frá Grunnskóla Borgarfjarðar (fyrsta sæti), Auður Eiðsdóttir frá Varmalandsskóla (annað sæti) og Alexander Gabríel Guðfinnsson frá Grunnskólanum í Borgarnesi (þriðja sæti). Í Stóru upplestrarkeppninni kepptu nemendur 7. bekkja frá Grunnskólanum í Búðardal, …
Kaffileikhús í Logalandi
Um síðastliðna helgi opnaði Ungmennafélag Reykdæla kaffileikhús sitt í Logalandi. Á dagskrá eru tveir einþáttungar, ,,Flugfreyjuþáttur” og ,,Er það ég” eftir Kristínu Gestsdóttur, nokkur sönglög úr smiðju Magnúsar Eiríkssonar og rúsínan í pylsuendanum er svo leikritið ,,Nú fljúga hvítu englarnir” eftir Örnólf Guðmundsson ráðsmann í Reykholti. Leikritið segir frá fullorðnum sveitapresti, nokkuð ölkærum, og samskiptum hans við sóknarbörn sín, …
Starfsmaður óskast í Félagsmiðstöðina Óðal
Félagsmiðstöðin Óðal í Borgarnesi óskar eftir starfsmanni í fullt starf. Leitað er að konu í starfið þar sem fyrir er einn karlkyns starfsmaður. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði uppeldis og/eða tómstundafræða. Starfið er hefðbundið félagsmiðstöðvarstarf auk þess sem starfsmaður þessi er verkefnastjóri vímuvarna- og forvarnarmála sveitarfélagsins og vinnur því með starfsmönnum annarra félagsmiðstöðva, félagsstarfskennurum og stjórnum …
Breytingar á álagningu fasteignagjalda
Við álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð var, eins og í öðrum sveitarfélögum, notað nýtt tölvukerfi frá Fasteignamati ríkisins. Þetta kerfi á einnig að halda utan um allar breytingar sem þarf að gera á álagningunni. Nokkuð er um að greiðendur hafi bent starfsmönnum Borgarbyggðar á villur í álagningunni, sem verða leiðréttar í þeim tilfellum sem ábendingarnar eru réttar. Þar sem áðurnefnt tölvukerfi …