Forstöðumaður framkvæmdasviðs hættir störfum

september 21, 2007
Sigurður Páll Harðarson, forstöðumaður framkvæmdasviðs, lætur formlega af störfum hjá Borgarbyggð 1. nóvember næstkomandi.
Sigurður Páll hóf störf sem bæjarverkfræðingur í Borgarnesi árið 1993.
Hann hefur nú ráðið sig sem ráðgjafa á fyrirtækjasviði hjá KPMG í Reykjavík.
Jón Friðrik Jónsson sem verið hefur umsjónarmaður fasteigna lét af störfum hjá sveitarfélaginu 15. september síðastliðinn. Ásgeir Rafnsson mun taka yfir hluta af hans verkefnum.
 
 
 
 

Share: