Borgarbyggð keppir í Útsvari í kvöld.

september 21, 2007
Síðasta föstudagskvöld hófst íslenskur spurningaþáttur undir nafninu Útsvar, þar sem 24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli.
Í kvöld, 21. september mun Borgarbyggð keppa við Grindavíkurbæ í beinni útsendingu í sjónvarpssal.
Lið Borgarbyggðar er skipað þeim Kjartani Ragnarssyni, Nönnu Einarsdóttur og Hauki Júlíussyni og því von á harðri og skemmtilegri keppni. Liðið má hringja einu sinni í hjálparmann til að fá aðstoð við að svara. Sá maður verður Ólafur Jóhannesson.
Eins og vera ber hefur liðið verið í hörku þjálfun undanfarið og mun hún örugglega skila þeim brosandi í sjónvarpssal.
 
Mynd með frétt Björg Gunnarsdóttir.
Ein spurning: Af hverju er myndin?
 

Share: