Borgarnes í brennidepli á RÚV á afmælisdaginn

Eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt um þá fagnar Borgarnes 140 ára verslunarafmæli á morgun, 22. mars. Dagurinn er í raun jafnframt afmælisdagur byggðar í Borgarnesi þar sem það var í kjölfar þess að staðurinn fékk löggildingu sem verslunarstaður að fólk settist hér að. Í tilefni af þessum tímamótum verður Borgarnes í sviðsljósinu hjá RÚV í dag. Klukkan …

Menningarsamstarf við Mosfellsbæ

Síðastliðinn föstudag var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf í menningarmálum á milli Mosfellsbæjar og Borgarbyggðar.   Undirritunin fór fram í Landnámssetri í Borgarnesi þar sem við sama tækifæri var tekinn í notkun sérstakur upplýsingaskjár um fornleifauppgröftinn við Hrísbrú í Mosfellsdal. Meðal þess sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni er að sveitarfélögin tvö ætli sér að koma á almennu samstarfi um …

Stórleikur í kvöld kl. 20.00

Mikil eftirvænting ríkir fyrir oddaleikinn í kvöld á milli Skallagríms og Grindavíkur í Fjósinu í Borgarnesi. Víst er að þetta verður hörkuleikur tveggja frábærra liða sem leggja nú allt undir til að komast í undanúrslitin í leiknum í kvöld en þá verður leikið til þrautar. Annað liðið fer áfram en hitt fer í sumarfrí. Sjáumst í Fjósinu.   Ferkari umfjöllun …

Fjallað um málefni innflytjenda á Vesturlandi

Þann 21.mars næstkomandi verður haldið málþing um málefni innflytjenda á Vesturlandi. Sjá má dagskrá þingsins með því að smella hér. Málþingið verður haldið í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík og mun hefjast kl. 10:00 og mun því ljúka um kl. 14:00. Leitast verður við að svara spurningunni: Hvernig hafa sveitarfélög, atvinnurekendur og íbúar á Vesturlandi tekið á móti innflytjendum ? Markmiðið með …

Glæsileg frammistaða 7. bekkinga

Það voru nemendur úr grunnskólum Borgarbyggðar sem prýddu þrjú efstu sætin í Stóru upplestrarkeppninni fyrir Borgarfjörð og Dali sem haldin var nýverið. Þessir nemendur eru eftirtalin: Klara Sveinbjörnsdóttir frá Grunnskóla Borgarfjarðar (fyrsta sæti), Auður Eiðsdóttir frá Varmalandsskóla (annað sæti) og Alexander Gabríel Guðfinnsson frá Grunnskólanum í Borgarnesi (þriðja sæti). Í Stóru upplestrarkeppninni kepptu nemendur 7. bekkja frá Grunnskólanum í Búðardal, …

Kaffileikhús í Logalandi

Um síðastliðna helgi opnaði Ungmennafélag Reykdæla kaffileikhús sitt í Logalandi. Á dagskrá eru tveir einþáttungar, ,,Flugfreyjuþáttur” og ,,Er það ég” eftir Kristínu Gestsdóttur, nokkur sönglög úr smiðju Magnúsar Eiríkssonar og rúsínan í pylsuendanum er svo leikritið ,,Nú fljúga hvítu englarnir” eftir Örnólf Guðmundsson ráðsmann í Reykholti.   Leikritið segir frá fullorðnum sveitapresti, nokkuð ölkærum, og samskiptum hans við sóknarbörn sín, …

Starfsmaður óskast í Félagsmiðstöðina Óðal

Félagsmiðstöðin Óðal í Borgarnesi óskar eftir starfsmanni í fullt starf. Leitað er að konu í starfið þar sem fyrir er einn karlkyns starfsmaður.   Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði uppeldis og/eða tómstundafræða. Starfið er hefðbundið félagsmiðstöðvarstarf auk þess sem starfsmaður þessi er verkefnastjóri vímuvarna- og forvarnarmála sveitarfélagsins og vinnur því með starfsmönnum annarra félagsmiðstöðva, félagsstarfskennurum og stjórnum …

Breytingar á álagningu fasteignagjalda

Við álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð var, eins og í öðrum sveitarfélögum, notað nýtt tölvukerfi frá Fasteignamati ríkisins. Þetta kerfi á einnig að halda utan um allar breytingar sem þarf að gera á álagningunni. Nokkuð er um að greiðendur hafi bent starfsmönnum Borgarbyggðar á villur í álagningunni, sem verða leiðréttar í þeim tilfellum sem ábendingarnar eru réttar. Þar sem áðurnefnt tölvukerfi …

Skipulag byggðar í Brákarey – tillögur skipulagshönnuða lagðar fram og kynntar !

Í lok síðasta árs var farið af stað með að kanna áhuga nokkurra teikni- og arkitektastofa á þátttöku í hugmyndavinnu um skipulag byggðar í Brákarey.   Í framhaldi lá fyrir að fjórar stofur tækju þátt í verkefninu, enda um spennandi og krefjandi skipulagsverkefni að ræða. Eftir að hafa fengið í hendur ýmis gögn um verkefnið, hófust þessar stofur handa í …

Mjallhvít og dvergarnir sjö

Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar eru nú að æfa söngleikinn Mjallhvít og dvergarnir sjö. Söngleikurinn er byggður á teiknimynd Walt Disneys við tónlist Franks Churchill. Nemendurnir sem koma fram í sýningunni eru á aldrinum 7-12 ára. Um tónlistar- og leikstjórn sér Theodóra Þorsteinsdóttir og við flygilinn er Birna Þorsteinsdóttir. Frumsýning verður föstudaginn 16, mars kl. 18:00. Önnur sýning verður laugardaginn 17. mars …