Frá Búvélasafninu Nú hafa allir stofn- og stjórnaraðilar Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri ákveðið tilnefningu fulltrúa sinna. Ennfremur breytist veffang heimasíðu Búvélasafnsins brátt úr www.buvelasafn.is í www.landbunadarsafn.is. Aðdáendur pistla Bjarna Guðmundssonar á heimasíðu Búvélasafnsins þurfa hins vegar engu að kvíða þótt nýtt veffang taki gildi, því hann mun ritstýra vef hins nýja safns jafnframt því að annast framkvæmdastjórn þess. …
Málþing um málefni innflytjenda
Þann 17.apríl næstkomandi verður haldið málþing um málefni innflytjenda á Vesturlandi. Málþingið verður haldið í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík og mun hefjast kl.12:30 með léttum veitingum og er áætlað að því ljúki kl.15:30. Leitast verður við að svara spurningunni: Hvernig hafa sveitarfélög, atvinnurekendur og íbúar á Vesturlandi tekið á móti innflytjendum ? Markmiðið með málþinginu er m.a. að varpa ljósi á …
Hver var Freyja?
SnorrastofaÞriðjudaginn 17. apríl nk. kl. 20.30 mun Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi, flytja í Snorrastofu fyrirlesturinn ,,Hver var Freyja?”. Mun Ingunn fjalla um ímynd og hlutverk Freyju í norrænni heiðni. Erindi Ingunnar er það fyrsta í röðinni ,,fyrirlestrar í héraði” sem er árlegt framtak Snorrastofu. Ingunn (f. 1952) lauk BA pófi í ensku og almennum bókmenntum frá Háskóla Íslands árið …
Frá Grunnskólanum í Borgarnesi
Kennarar athugið Við Grunnskólann í Borgarnesi eru stöður grunnskólakennara lausar til umsóknar. Meðal kennslugreina er kennsla yngri barna (stöður umsjónarkennara), textílmennt, sérkennsla sem og almenn kennsla í unglingadeild. Í skólanum eru um 330 nemendur og fer fjölgandi enda er Borgarnes ört vaxandi staður. Uppbyggingarstefnan – uppeldi til ábyrgðar er höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans. Skólinn er „skóli á …
Góð þjónusta vel þegin
Alls nýttu um 2.300 manns sér þjónustu sundstaða í sveitarfélaginu í páskaleyfinu, en opið var í íþróttamiðstöðvum alla hátíðardagana í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi. Langflestir fóru í sund í Borgarnesi og er þar um að ræða nokkra aukningu frá því í fyrra. Starfsmenn sundstaða sveitarfélagsins lögðu það á sig að vinna um helgidagana og fá hrós fyrir …
Heilsuræktarátak fyrir konur hefst á mánudag
Sex vikna lokað átaksnámskeið fyrir konur hefst næsta mánudag, þann 16. apríl í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Skráning er þegar hafin í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar. Tímarnir verða á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. kl. 17.oo – 18.oo. Góð hreyfing og styrktaræfingar fyrir allan aldur 3 lokaðir tímar á viku Frjáls mæting í þreksal fyrir utan þessa tíma Mælingar og vigtun við upphaf og …
Staða skipulagsmála í dag
Upplýsingar um stöðu skipulagsverkefna sem eru í vinnslu í sveitarfélaginu hverju sinni eru uppfærðar reglulega. Sjá má skrá yfir þær undir starfsemi/skipulagsmál/staða skipulagsmála hér á síðunni. Ljósmyndin með fréttinni er af byggingasvæði við Borgarnes. Ljósmynd: Ragnheiður Stefánsdóttir.
Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands
Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands verður haldinn í Klifi í Ólafsvík á morgun, 11. apríl 2007. Fundurinn hefst kl. 14.00 og að loknum aðalfundarstörfum flytur Ágúst Einarsson rektor háskólans á Bifröst erindi sem nefnist: Menning – tækifæri Vesturlands í nýrri atvinnuháttarbyltingu. Dagskrá: Kl. 14.00 Aðalfundur settur. Helga Halldórsdóttir formaður Menningarráðs. Starfsmenn aðalfundar skipaðir. Skýrsla stjórnar um starfsemi á liðnu starfsári. Helga Halldórsdóttir …
Alnafna og barnabarn fer með aðalhlutverk
Leikritið Ása í ástandinu verður frumsýnt í Þinghamri í Stafholtstungum í kvöld. Leikritið er eftir Andreu Davíðsdóttur frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð og er sett upp í tilefni af 30 ára afmæli leikdeildar Ungmennafélags Stafholtstungna. Svo skemmtilega vill til að það er alnafna Andreu og barnabarn sem fer með aðalhlutverkið, Andrea Davíðsdóttir á Hvassafelli. Með önnur hlutverk fara Þorbjörn Oddsson Háafelli, …
Sumar- og afleysingarstörf
Laus eru til umsóknar sumar- og afleysingastörf hjá Borgarbyggð sumarið 2007. Annars vegar er um að ræða sumarafleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi, Íþróttamiðstöðinni Varmalandi og Íþróttamiðstöðinni Kleppjárnsreykjum. Hins vegar er auglýst eftir flokksstjórum við vinnuskóla Borgarbyggðar. 1. Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi, Íþróttamiðstöðinni Varmalandi og Íþróttamiðstöðinni Kleppjárnsreykjum Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Starfið er vaktavinna sem felst m.a. í …