Blokkflautusveitin Norðanvindur heldur tónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 24. júní kl. 20.30. Sveitin var stofnuð árið 1988. Síðan þá hefur hún komið fram á fjölda tónleika í kirkjum, skólum og á ýmsum menningarsamkomum. Hún hefur farið í tónleikaferðalög til Danmerkur, Frakklands, Noregs, Póllands, Sviss og Færeyja. Sveitin er víða þekkt og sýnir stórkostlega færni við að spila á hinar átta …
Nýr sérkennslufulltrúi
Ásta Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf sérkennslufulltrúa hjá Borgarbyggð. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna. Ingibjörg Elín Jónasdóttir sem gengt hefur starfinu undanfarin ár lætur af störfum nú í haust. Sérkennsluráðgjafi sinnir bæði leikskóla- og grunnskólastigi. Helstu viðfangsefni eru að stuðla að því að kennslufræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi, að efla leik- og grunnskóla sem faglegar stofnanir …
Vistvernd í verki í Borgarbyggð
Ákveðið hefur verið að Borgarbyggð gerist þátttakandi í umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki“. Samningur þess efnis, milli sveitarfélagsins og Landverndar, verður undirritaður á setningarathöfn vinabæjarmóts í Borgarnesi á laugardaginn kl. 9.45. „Vistvernd í verki“ er alþjóðlegt umhverfisverkefni sem ætlað er að stuðla að vistvænna samfélagi með því að auka umhverfisvitund fjölskyldna með þátttöku í svokölluðum visthópi. Þeir sem áhuga hafa á …
17. júní í blíðskaparveðri
Veðurguðirnir léku svo sannarlega við þjóðhátíðargesti í Skallagrímsgarði í Borgarnesi á sunnudaginn. Mikil og góð stemming var í garðinum. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir flutti hátíðarávarp og nýstúdentinn Nanna Einarsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar. Þá stigu Baula Brák og Snerill Gjallandi á stokk ásamt aðstoðarhundi og aðstoðartrúði og vöktu þau mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Elín Elísabet Einarsdóttir söng tvö frumsamin lög og …
Púttvöllur á Kveldúlfsvelli við hlið Ráðhúss.
Í vinalegu umhverfi á Kveldúlfsvelli er nú búið að slá þrjár golfbrautir til að pútta á til gamans. Við vonum að fólk komi þarna með pútterana sína og njóti þess að vera saman á þessum skemmtilega og skjólgóða stað. Búið er að koma fyrir borðum og bekkjum þannig að það er upplagt að taka kaffibrúsann og nesti með. …
Bætt aðgengi í innilauginni í Borgarnesi
Fyrir nokkru síðan kom formaður félags eldriborgara með beiðni um bætt aðgengi fyrir fullorðið fólk að innilauginni í Borgarnesi. Vel var tekið í erindið og nú er kominn í innilaugina sérhannaður stigi með stórum og fínum tröppum fyrir þá sem eiga erfitt með að fóta sig niður þær tröppur sem fyrir eru í innilauginni. Á myndinni er Ragnar Olgeirsson …
Vinarbæjarmót í Borgarbyggð
Helgina 22.-24. júní fer fram vinabæjamót í Borgarbyggð. Við það tækifæri koma hingað gestir frá vinabæjum okkar Ullensaker í Noregi, Dragsholm í Danmörku, Falkenberg Svíþjóð og Leirvík Færeyjum. Norrænafélagið í Borgarbyggð og menningarfulltrúi Borgarbyggðar hafa skipulagt metnaðarfulla dagskrá fyrir þátttakendur. Alls koma hingað um 120 gestir. Á vinabæjarmótum sem þessum er venjan að gestir fái gistingu hjá heimamönnum og …
17. júní hátíðahöld í Borgarbyggð
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað um allt land á sunnudaginn kemur. Borgarbyggð er þar engin undantekning. Dagskrá á vegum sveitarfélagsins fer fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi (verður fært inn í íþróttamiðstöðina ef veður verður óhagstætt). Þá verður dagskrá á Hvanneyri á vegum Ungmennafélagsins Íslendings, í Lindartungu á vegum Ungmennafélagsins Eldborgar og Kvenfélagsins Bjarkar, í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá og …
Lóðarkynning. Bjargslandi 2 í Borgarnesi
Fimmtudaginn 14. júní kl. 20.00 verður fundur um nýjar lóðir í Bjargslandi 2, Borgarnesi. Fundurinn verður í Leikskólanum Uglukletti. Dagskrá: Kynning á lóðum í Bjargslandi 2, nýtt hverfi NA megin við núverandi íbúðarhverfi. Fyrirkomulag á lóðarúthlutun Staða gatnaframkvæmdar og áætluð lok. Vonumst til að flestir íbúar sjái sér fært að mæta.
Pourquoi-pas? – samstarf við eldri borgara
Sýningin um Pourquoi-pas? strandið er opin í sumar frá 13 til 18 alla daga og hefur hlotið góðar viðtökur. Fyrstu tíu dagana sem hún hefur verið opin hafa rúmlega eitt hundrað manns komið og skoðað þessar minjar um sjóslysið mikla. Nokkuð er um að fólk hafi komið með muni eða gögn sem tengjast slysinu og er það verðmætt innlegg í …