Íbúða- og iðnaðarlóðir lausar til umsóknar

desember 18, 2007
Borgarbyggð auglýsir íbúða- og iðnaðarlóðir lausar til umsóknar.
Um er að ræða lóðir í Borgarnesi á Hvanneyri og Bæjarsveit.
Eftirtaldar lóðir eru nú til úthlutunnar:
Á Hvanneyri er um að ræða fjórar einbýlishúsalóðir við Lóuflöt nr. 1-4 og þrjár fjögurra íbúða parhúsalóðir 8-14, 16-22 og 24-30 við Hrafnaflöt.
Við Ásbrún í Bæjarsveit eru lausar 4 lóðir.
Í Borgarnesi eru lausar 12 einbýlishúsalóðir nr. 2, 4, 6, 8, 10, 12, 13, 14, og 16 við Fjóluklett og ein fjölbýlishúsalóð við Birkiklett 2. Einnig eru lóðirnar Ugluklettur 2 og 4 og Stekkjarholt 1 lausar til umsóknar. Auk þess eru lausar iðnaðar/athafnalóðir í Borgarnesi.
Umsóknarfrestur er til kl 16:00 mánudaginn 7. janúar 2008. Einstaklingar hafa forgang við úthlutun einbýlishúsalóða í sveitarfélagin. Ef fleiri en ein umsókn verður um sömu lóðina verður dregið á milli umsækjanda.
Hægt er að sjá staðsetningu lóðanna á heimasíðu Borgarbyggðar
Nánari upplýsingar gefur Sigurjón Einarsson hjá framkvæmdasviði Borgarbyggðar.
 

Share: