Gæsluvöllurinn á Skallagrímsgötu 7 (róló) í Borgarnesi verður opinn frá og með 13. júlí til og með 10. ágúst 2007. Opið verður alla virka daga frá klukkan 13:00 – 17:00. Umsjónarkona á gæsluvellinum í sumar er Kristín Amelía Þuríðardóttir. Henni til aðstoðar verða nemendur úr Vinnuskóla Borgarbyggðar. Verð er kr. 200,- fyrir hvert skipti, en einnig er hægt að kaupa …
Staða skipulagsmála
Búið er að uppfæra lista framkvæmdasviðs Borgarbyggðar um “stöðu skipulagsmála”. Þar má sjá hvar í ferlinu verkefnin eru stödd. Listann er að finna hér.
Laus störf hjá Klettaborg
Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennara og/eða þroskaþjálfa frá 13. ágúst. Um er að ræða tvær stöður: – 100% staða, vinnutími kl. 8.30-17.00 (30 mín. matarhlé) og – 75% staða, vinnutími kl. 11-17. Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í …
Viðhald á götum og gangstéttum og nýframkvæmdir
Frá framkvæmdum við Ugluklett í BorgarnesiVegfarendur í Borgarnesi hafa vart komist hjá því að verða varir við þó nokkrar viðhaldsframkvæmdir á götum og gangstéttum. Nýverður hefur verið lagt malbik á Berugötu (sjávarmegin) og kafla við Hrafnaklett og Arnarklett. Fyrir liggur að endurnýja hluta af steyptum gangstéttum við Kjartansgötu, Berugötu og Borgarbraut. Jafnframt þessu verður hluti af gangstéttum við Túngötu á …
Húsnæðismál Varmalandsskóla
Boðað er til kynningarfundar um húsnæðismál Varmalandsskóla fimmtudaginn 12. júlí. Fundurinn verður í Þinghamri og hefst kl. 20.30. Þar munu Einar Ingimundarson, arkitekt og Finnbogi Rögnvaldsson, formaður fræðslunefndar Borgarbyggðar fara yfir stöðu mála. Starfsfólk skólans og foreldrar grunnskólabarna eru hvattir til að mæta.
Skipulagsauglýsing. Stóra-Kroppsflugvöllur
Byggðaráð Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Stóra-Kroppsflugvallar, skv. 25. gr. laga nr. 73/1997 m.s.br. Skipulagssvæðið er norðan vegar nr. 516. Deiliskipulagstillagan felur í sér byggingarreit fyrir allt að fjórum flugskýlum og akbrautum flugvéla að flugbraut og byggingarreit fyrir þjónustuhús/flugturn. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 11. júlí til 8. ágúst 2007. Tillöguna …
Hallgrímsstefna á heimaslóð
Dagskrá um sr. Hallgrím Pétursson og samtíð hans verður flutt að Hótel Glymi laugardaginn 14. júlí nk. Um er að ræða samstarfsverkefni þriggja aðila, þ.e. Snorrastofu í Reykholti, Hallgrímskirkju í Saurbæ og menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar. Tilefnið er að Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var vígð árið 1957 og á því 50 ára vígsluafmæli um þessar mundir. Í því sambandi hefur Hallgrímskirkja …
Kartöfluuppskera
Þó að fátt minni á haustið í blíðunni hér í Borgarfirði eru einhverjir farnir að huga að kartöfluuppskerunni. Meðfylgjandi mynd er af uppskerunni í Hvannatúni, en fyrsta útsæðið þar fór í mold 30. apríl. Þrátt fyrir útsæðið hafi verið undir plasti þá var maímánuður erfiður, þar sem grösin frusu reglulega á næturnar. Það virðist ekki hafa komið að sök og …
Foreldrar nemenda í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Fundarboð Foreldrar nemenda vinnuskólans í Borgarbyggð eru boðaðir á fund miðvikudaginn 11. júlí, í félagsmiðstöðinni Óðali, Gunnlaugsgötu 8b, í Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 20:30. Rætt verður um atvik sem átti sér stað í ferð vinnuskólans til Reykjavíkur, mánudaginn 9. júlí s.l. Jökull og Sigurþór
Stjórnsýsluhópur Borgarbyggðar
Haustið 2006 var skipaður vinnuhópur um endurskipulagningu á stjórnsýslu og upplýsingakerfi Borgarbyggðar. Vinnuhópurinn heyrir undir byggðaráð og starfar verkefnisstjóri með hópnum í átta mánuði. Starfstíminn er frá 18. október 2006 til 31. desember 2008. Í hópnum sitja þrír fulltrúar tilnefndir af byggðaráði og tveir fulltrúar starfsmanna tilnefndir af sveitarstjóra. Tilnefndir af byggðaráði eru: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Björk Jónsdóttir og …