Skipulagsauglýsing – Grímsstaðir

Borgarbyggð auglýsir hér með eftir athugasemdum við deiliskipulagsbreytingu frístundabyggðar í landi Grímsstaða. Deiliskipulagið verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá og með 27.06.07 til 25.07.07. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 09.08.07. Sjá nánar hér.  

Vel heppnað vinabæjamót

Gestir frá norrænum vinabæjum Borgarbyggðar sóttu sveitarfélagið heim á fjölmennu vinabæjamóti um helgina. Um 120 manns komu frá eftirtöldum bæjum: Falkenberg í Svíþjóð, Ullensaker í Noregi, Odsherred Kommune í Danmörku og Leirvík í Færeyjum. Vinabæjamótið var haldið sömu helgina og Sparisjóðsmótið í fótbolta og af því tilefni kom einnig á staðinn fótboltalið frá Ullensaker ásamt þjálfurum sínum. Blíðskaparveður var alla …

Slökkviliðið fær Res-Q-Jack björgunarstoðir

Nýverið afhenti Lionsklúbbur Borgarness Slökkviliði Borgarbyggðar Res-Q-Jack björgunarstoðir til að nota í tækjabílnum. Slíkar stoðir eru hjá nokkrum slökkviliðum um landið og sú gerð sem Slökkviliðið fékk er þriggja stoða og með tjakki. Hlutverk stoðanna er að styðja við bíla, sem í umferðaslysum hafa lent annað hvort á toppnum eða á hliðinni. Stoðirnar styðja þannig við bílflökin á meðan þau …

Refa- og minkaveiðimenn í Borgarbyggð

Sveitarfélögum ber að gera ráðstafanir til þess að draga úr hættu á tjóni af völdum refa og minka. Til þess að ná árangri við veiðarnar er sveitarfélögum heimilt að greiða eingöngu verðlaun til ráðinna veiðimanna og fer Borgarbyggð þá leið. Hér að neðan er listi yfir ráðna refa-og minkaveiðimenn í Borgarbyggð árið 2007. Kolbeinsstaðahreppur Guðmundur Árnason, refaveiði Guðmundur Símonarson, refa- …

Sumarhátíð í Klettaborg

Föstudaginn 22. júní var árleg sumarhátíð í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Fyrir hádegi var farið var í fjársjóðsleit, útileiki og brekkusöngur. Boðið var uppá pylsu með öllu í hádegismat. Trambolín og fleiri útileiktæki voru á staðnum og skemmtu allir sér mjög vel.  

Nýr skólastjóri á Varmalandi

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Varmalandsskóla. Alls sóttu fimm umsækjendur um stöðuna. Hún mun taka við starfinu þann 1. ágúst nk. af Þórunni Maríu Óðinsdóttur sem gegndi því síðastliðið ár. Ingibjörg Inga er menntaður kennari með bæði grunn- og framhaldsskólaréttindi, auk framhaldsnáms frá KHÍ. Veturinn 2006-2007 starfaði hún sem aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar í afleysingum en hafði þar á …

Mikið um að vera um helgina

Það verður líf og fjör í Borgarbyggð um helgina. Sveitarfélagið stendur fyrir Norrænu vinarbæjarmóti þar sem saman koma sveitarfélög frá Danmörku, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð, auk Borgarbyggðar. Alls verða þátttakendur um 120. Þá fer fram árlegt mót knattspyrnudeildar Skallagríms, Sparisjóðsmótið. Þátttakendur á mótinu verða alls um 400. Þar af er eitt lið frá Ullensaker, vinabæ Borgarbyggðar í Noregi. Allt bendir …

Tónleikar í Borgarneskirkju á sunnudagskvöld

Blokkflautusveitin Norðanvindur heldur tónleika í Borgarneskirkju sunnudaginn 24. júní kl. 20.30. Sveitin var stofnuð árið 1988. Síðan þá hefur hún komið fram á fjölda tónleika í kirkjum, skólum og á ýmsum menningarsamkomum. Hún hefur farið í tónleikaferðalög til Danmerkur, Frakklands, Noregs, Póllands, Sviss og Færeyja.   Sveitin er víða þekkt og sýnir stórkostlega færni við að spila á hinar átta …

Nýr sérkennslufulltrúi

Ásta Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í starf sérkennslufulltrúa hjá Borgarbyggð. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna. Ingibjörg Elín Jónasdóttir sem gengt hefur starfinu undanfarin ár lætur af störfum nú í haust. Sérkennsluráðgjafi sinnir bæði leikskóla- og grunnskólastigi. Helstu viðfangsefni eru að stuðla að því að kennslufræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi, að efla leik- og grunnskóla sem faglegar stofnanir …

Vistvernd í verki í Borgarbyggð

Ákveðið hefur verið að Borgarbyggð gerist þátttakandi í umhverfisverkefninu “Vistvernd í verki”. Samningur þess efnis, milli sveitarfélagsins og Landverndar, verður undirritaður á setningarathöfn vinabæjarmóts í Borgarnesi á laugardaginn kl. 9.45. “Vistvernd í verki” er alþjóðlegt umhverfisverkefni sem ætlað er að stuðla að vistvænna samfélagi með því að auka umhverfisvitund fjölskyldna með þátttöku í svokölluðum visthópi. Þeir sem áhuga hafa á …