Lið Menntaskóla Borgarfjarðar komið í aðra umferð

janúar 11, 2008
Lið Menntaskóla Borgarfjarðar verður með í annari umferð spurningarkeppninnar,,Gettu betur” og eftir að dregið var um keppnisdaga og mótherja í annað sinn er nú ljóst að MB keppir við MH næstkomandi þriðjudagskvöld. Liðið tapaði í fyrstu umferð fyrir Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 16:22. Reglan er hins vegar sú að stigahæsta tapliðið kemst áfram í keppninni og í þetta sinn voru þau þrjú: Flensborg, Fjölbrautaskólinn í Ármúla og Menntaskóli Borgarfjarðar. Dregið var um hver skólanna þriggja kæmist áfram og lukkan var MB hliðholl.
Þegar fyrst var dregið um keppnistíma og mótherja átti MB að keppa á mánudagskvöld við Menntaskólann á Ísafirði, en vegna kvartana einhverra skóla um mótherja var dregið aftur og Þá kom nafn MH upp. Frekari upplýsingar er að finna á http://www.ruv.is/gettubetur/
 

Share: