Námsráðgjafi við grunnskóla Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar

Elín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin námsráðgjafi við grunnskóla Borgarbyggðar og Menntaskóla Borgarfjarðar. Elín hefur aðstöðu í Ráðhúsi Borgarbyggðar en mun flytja sig í húsnæði Menntaskólans þegar það verður tilbúið. Þrjá daga í viku fer hún á milli grunnskólanna og sinnir störfum sínum og einn dag í viku er hún á skrifstofu Borgarbyggðar. Hægt er að panta tíma hjá Elínu í …

Nýr kynningarfulltrúi hefur störf

Umhverfisfulltrúi Borgarbyggðar, Björg Gunnarsdóttir, hefur tekið við starfi kynningarfulltrúa í hlutastarfi af Hólmfríði Sveinsdóttur, sem nú hefur hætt störfum hjá Borgarbyggð. Í starfi kynningarfulltrúa felst m.a. umsjón heimasíðu. Björg hefur haft aðsetur á skrifstofu Borgarbyggðar í Reykholti og verður svo áfram. Starfhlutfall hennar verður nú 100% í stað 50% og skiptist þannig að umhverfisfulltrúastaðan er 60% og kynningarfulltrúastaðan 40%. Linda …

Leitir að hefjast í Borgarbyggð

Fyrstu leitarmenn fara af stað á Arnarvatnsheiði (Fljótsdrög) miðvikudaginn 5. september. Fjallkóngur er Ármann Bjarnason á Kjalvararstöðum. Fimmtudaginn 6. sept fara Heiðarleitarmenn (líka á Arnarvatnsheiði) af stað. Fjallkóngur Guðmundur Kristinsson á Grímsstöðum Og föstudaginn 7. sept fara Lambatungnamenn ( líka á Arnarvatnsheiði) . Lambakóngurinn er Jón Björnsson í Deildartungu. Allt safnið kemur svo niður í Fljótstungurétt síðdegis á laugardag.   …

Atvinnuauglýsing

Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir laust 50% starf við Tómstundaskólann. Vinnutími 12:30 – 16:30. Uppeldismenntun eða reynsla af starfi með börnum æskileg. Upplýsingar veitir Gunnhildur Harðardóttir forstöðumaður í s: 866-9558.

Kynning á starfsemi Menningarsjóðs Vesturlands

Þriðjudaginn 18. september n.k. mun Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verða til viðtals milli kl. 16,oo og 17,oo í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og kynna reglur um úthlutun styrkja frá Menningarsjóði Vesturlands. Einnig mun hún veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir á árinu 2008. Mikilvægt er að allir þeir sem hyggja á að senda umsóknir til sjóðsins kynni …

Nýr framkvæmdastjóri Dvalarheimils aldraðra í Borgarnesi

  Stjórn Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi auglýsti fyrir skömmu eftir framkvæmdastjóra fyrir Dvalarheimilið. Alls bárust 12 umsóknir um stöðuna. Hagvangur ráðningarþjónusta annaðist um faglega ráðgjöf vegna ráðningarferilsins. Stjórn Dvalarheimilisins ákvað á fundi sínum þann 20. ágúst s.l. að ráða Björn Bjarka Þorsteinsson, Borgarnesi, sem nýjan framkvæmdastjóra fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnes og tekur hann til starfa þann 1. október n.k. …

Sparkvöllur á Hvanneyri

Vinna við sparkvöllinn á Hvanneyri er í gangi um þessar mundir, en það er fyrirtækið Krákur ehf frá Blönduósi sem annast framkvæmd verksins.   Samkvæmt verksamningi felur verkið í sér að skila sparkvellinum tilbúnum fyrir lagningu á gervigrasi, með grindverki umhverfis völl og nánasta umhverfi frágengnu, ýmist með hellulögnum eða grasi. Einnig felur verkið í sér lagningu á hitalögnum í …

Bæjarhátíð í Mosfellsbæ

Fyrr á árinu var undirritaður menningarsamningur á milli Mosfellsbæjar og Borgarbyggðar. Samningurinn er farvegur fyrir margs konar samskipti á menningarsviði og er skemmst að minnast frábærs leiks skólahljómsveitar Mosfellsbæjar í Borgarnesi 17. júní s.l. Nú stendur yfir bæjarhátíð í Mosfellsbæ – Í túninu heima. Borgfirðingar eru boðnir velkomnir og má sjá dagskrána með því að smella hér. Menningarfulltrúi   Ljósmynd: …

Nýtt starfsmannaeldhús grunnskólans í Borgarnesi

Eins og sagt hefur verið frá í síðasta fréttabréfi Borgarbyggðar, hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á starfsmannaeldhúsi skólans. Sett hefur verið upp ný eldhúsinnrétting, ný gólfefni, lýsing ofl.   Þessi nýja aðstaða mun bæta aðbúnað fyrir starfsfólks skólans og ekki hvað síst vinnuaðstöðu matráðs í eldhúsinu sjálfu.   Jökull Helgason Verkefnisstjóri framkvæmdasviðs Ljósmynd JH

Jónas Ingimundarson leikur í Borgarneskirkju

Jónas Ingimundarson heimsækir Borgarfjörð á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar næstkomandi föstudag, 24. ágúst. Hann leikur á tónleikum í Borgarneskirkju; þrjár merkar og vinsælar píanósónötur Beethovens: Pathetique, Appassionata og Tunglskinssónötuna. Jónas þarf ekki að kynna, hann er meðal færustu pianóleikara þjóðarinnar og er þekktur fyrir fallega og vandaða túlkun sína á sígildri píanótónlist. Hann hefur ávallt lagt mikið upp úr því að …