Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í nýjan leikskóla á Hvanneyri, ásamt lóð. Hér má nálgast útboðslýsinguna.
Gæludýraeftirlitsmaður hefur verið ráðinn hjá Borgarbyggð
Sigurður Halldórsson á Gullberastöðum í Lundarreykjadal hefur verið ráðinn gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar. Hlutverk eftirlitsmanns er að sjá til þess að reglum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald sé framfylgt. Sigurður mun sinna eftirliti í Borgarnesi, á Bifröst, Varmalandi, Reykholti, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri. Handsömuð dýr verða héðan í frá vistuð að Gullberastöðum. Frekari upplýsingar er að finna undir hreinlætismál á heimasíðunni. Sjá hér. …
Dagur leikskólans á morgun 6. febrúar
Menntamálaráðuneyti, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa tekið höndum saman um að tileinka leikskólanum ákveðinn dag ár hvert, 6. febrúar, til að stuðla að og hvetja til jákvæðrar umræðu um starfsemi leikskóla, um starf leikskólakennara og mikilvægi skólans fyrir skólakerfið í heild. „Dagur leikskólans“ verður því haldinn í fyrsta sinn miðvikudaginn 6. febrúar 2008. Af því …
Skipulagsauglýsing – Deiliskipulagstillaga í landi Mels í Borgarbyggð
Tillaga að deiliskipulagi í landi Mels, Borgarbyggð. Í samræmi við 25. grein skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagstillögu: Um er að ræða skipulag sem tekur til þriggja íbúðarhúsalóða og sex frístundlóða. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 6. febrúar til 19. mars og frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum …
Metnotkun á heimasíðu Borgarbyggðar í janúar
Heimasíða Borgarbyggðar hefur verið í stöðugri sókn frá því að ný heimasíða var opnuð 22. nóvember 2006.
Íþróttamaður Borgarfjarðar 2007
Á íþróttahátið UMSB í íþróttahúsinu í Borgarnesi í dag var meðal annars lýst kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar 2007 og þeim 10 efstu veitt viðurkenning. Sigurður Þórarinsson körfuknattleiksmaður f. 1991- hlaut 51 stig og hreppti tiltilinn að þessu sinni. Í næstu sætum lentu þau: 2. Júlíana Jónsdóttir f. 1959 – Golf 33 stig. 3. Arnar Hrafn Snorrason f. 1992 – Frjálsar íþróttir …
Svartur köttur, hvítur köttur
Lítill gæfur svartur köttur með hvíta bringu og hvítar loppur hefur gert sig heimakominn við ráðhúsið í Borgarnesi að undanförnu og vælir þar ámátlega jafnt að morgni sem kvöldi. Hjörtu starfsmanna ráðhússins eru við það að bresta af vorkun- og tilfinningasemi og er því er eigandi kattarins vinsamlegast beðinn að huga að honum, til að starfmenn geti að fullu einbeitt …
Breyting á álagningu fasteignagjalda 2008
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 16. janúar síðastliðinn að lækka álagningu fasteignagjalda vegna atvinnuhúsnæðis. Eftir breytingu verður hlutfall fasteignaskatts í c-flokki 1,40%. Hér má nálgast endurnýjað skjal varðandi reglur um álagningu fasteignagjalda. Einnig er skjalið ávallt aðgengilegt á heimasíðunni undir ,,stjórnsýsla” og liðnum gjaldskrár (sjá hér). Myndin er tekin í vetrarríkinu við Langá fyrir skömmu af Hrefnu Rún Gunnarsdóttur …
Rekstrartruflanir á Vesurlandi
Skerða hefur þurft afhendingu á heitu vatni á Akranesi og í Borgarnesi frá því á mánudag. Þetta var gert í öryggisskyni eftir að vatnsborð í heitavatnsgeymum hafði lækkað mjög í kjölfar rekstrartruflana um síðustu helgi.Ekki er útilokað að til frekari skerðinga komi næstu daga. Bæjarfélögin sjálf, sem reka m.a. sundlaugarnar, og Laugafiskur, þar sem skerðingarheimildir eru í samningum, hafa orðið …
Saga barna- og unglingafræðslu Mýrasýslu
Í dag 30. janúar var skrifað undir samning þess efnis að Uppheimar ehf. taki að sér að gefa út bókina ,,Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1870 – 2007 eftir Snorra Þorsteinsson. Undir samninginn skrifuðu Páll S. Brynjarsson fyrir hönd Borgarbyggðar og Kristján Kristjánsson fyr hönd Uppheima ehf. Undirbúningur að ritun bókarinnar hófst árið 2005 og skráningu lauk nú um áramótin. …