Opnun Vesturlandsstofu

Vesturlandsstofa verður formlega opnuð þann 5. nóvember næstkomandi að Hótel Hamri í Borgarnesi. Þar verður starfssemi stofunnar kynnt fyrir boðsgestum. Stofunni er ætlað að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi.Vesturlandsstofa kemur í stað Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands sem verið hefur i Hyrnunni í Borgarnesi undanfarin ár. Framkvæmdastjóri Vesturlandsstofu er Jónas Guðmundsson. Heimasíða Vesturlandsstofu er www.westiceland.is. Mynd: Björg Gunnarsdóttir

Húsafriðun

Fyrir skemmstu var opnuð ný heimasíða Húsfriðunarnefndar. Þar er að finna ýmsar upplýsingar er varða byggingararf þjóðarinnar, þ.á.m. skrá yfir öll friðuð hús á landinu. Hér má nálgast upplýsingar um friðuð hús á Vesturlandi. Öll hús sem eru reist fyrir 1850, eru friðuð og allar kirkjur sem reistar eru 1918 eða fyrr. Leita þarf álits húsafriðunarnefndar í hvert sinn sem …

Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 23. október

Ellefta tölublaði Fréttabréfs Borgarbyggðar verður dreyft í dag, 23. október 2008. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er næsta blað væntanlegt um miðjan desember. Meðal efnis í þessu tölublaði er pistill á fosíðu sem ber yfirskriftina ,,Stöndum saman“, þar sem segir m.a. að sveitarstjórn Borgarbyggðar og starfsfólk sveitarfélagsins muni leggja allt kapp á að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins í þeirri …

Korta- og þjónustukerfi fyrir Borgarbyggð

Fyrir nokkru gerði Borgarbyggð samning við Snertil um InfraPath landupplýsingakerfið. Þetta er korta- og þjónustukerfi sem veitir t.d. íbúum, hönnuðum og ferðamönnum margvíslegar upplýsingar úr korta- og teikninga-og gagnagrunni sveitarfélagsins sem leyfilegt er að birta á vefnum. Þetta kerfi er í notkun hjá 17 sveitarfélögum hér á landi. Forritið er auðvelt í notkun og hægt er að velja á milli …

Álftagerðisbræður halda tónleika í Reykholtskirkju

Álftagerðisbræður munu slá á létta strengi og flytja ýmis þekkt lög frá liðinni tíð í Reykholtskirkju 24. október kl. 20:30. Bræðurnir eru á söngferðalagi um Suður- og Vesturland helgina 24. til 26. október. Undirleikari og stjórnandi þeirra er Stefán R. Einarsson. Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr.  

Sveitarfélagið Leirvík í Færeyjum sýnir Borgarbyggð samhug í kreppunni

Bréf hefur borist frá Byggðarráði Leirvíkur í Færeyjum til íbúa Borgarbyggðar þar sem segir að hugur Leirvíkinga sé hjá okkur eftir að fréttst hafi af fjármálakreppunni á Íslandi. Þess má geta að Leirvík er vinarsveitarfélag okkar í norrænu samstarfi. Í bréfinu segir Friðgerð Heinesen borgarstýra Leirvíkur m.a. frá þeirri djúpu efnahagslægð sem herjaði á Færeyskt samfélag fyrir ekki svo löngu …

Göngufólk athugið!

Nýverið hefur gönguleið frá Álatjörn að Háfsvatni í Einkunnum verið stikuð og aftur til baka að Litlu-Einkunnum. Leiðin er mjög blaut á köflum og því um að gera að vera vel skóaður. Stikurnar sjást vel að og því auðvelt að rata eftir þeim. Einnig hafa fleiri gönguleiðir í Einkunnum verið stikaðar undanfarnar vikur. Þar má m.a. nefna gönguleið frá bílastæði …

Húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar formlega tekið í notkun

Fimmtudaginn 16. október verður vígluathöfn í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem húsið verður tekið formlega í notkun. Vígsluathöfnin hefst kl. 15:00. Að henni lokinn verður boðið upp veitingar og skoðunarferð um húsið. Að kvöldi þessa sama dags mun Menntamálaráðuneytið halda opinn fund í sal skólans þar sem nýja menntastefnan verður kynnt. Frekari upplýsingar um menntaskólann má nálgast á vef skólans http://www.menntaborg.is/. …

Ráðstefna forstöðumanna sundstaða haldin í Borgarnesi

Í dag, föstudaginn 10. október, fer fram á Hótel Borgarnesi ráðstefna Samtaka forstöðumanna sundstaða á Íslandi. Metþátttaka er á ráðstefnuna og koma 60 forstöðumenn og rekstrarstjórar saman til fundar um málefni sundstaða og íþróttamiðstöðva landsins. Sjá hér dagskrá ráðstefnunnar.  

Glæsilegir vínartónleikar verða á morgun í Reykholtskirkju

Tónlistarfélag Borgarfjarðar heldur Vínartónleika með Guðrúnu Ingimarsdóttur sópransöngkonu og Salonsveit Sigurðar Inga Snorrasonar í Reykholtskirkju á morgun 11. október kl. 20:00. Guðrún Ingimarsdóttir er Borgfirðingur sem hefur lengst af starfaði í óperuhúsum á meginlandi Evrópu. Hér má nálgast umfjöllun um listamennina ofl. Hér má nálgast auglýsingu um tónleikana.