Ungmenni yngri en 15 ára synda frítt

Í árslok 2021 kom upp sú hugmynd af bjóða ungmennum frítt í sund sem lið í heilsueflingu sveitarfélagsins. Borgarbyggð er heilsueflandi og von bráðar, barnvænt samfélag og er þetta liður í þeirri vegferð sveitarfélagsins að stuðla að bættri heilsu, lífsgæðum og vellíðan.

Vel heppnaður íbúafundur um skólastefnu

Þann 22. mars sl. fór fram íbúafundur um skólastefnu í Borgarbyggð. Fundurinn var vel sóttur en um 80 manns mættu í Hjálmaklett og fór fram hópavinna á átta borðum. Einnig var í boði að taka þátt á Teams og myndaðist einn rafrænn hópur sem er mjög ánægjulegt.