Áhrif verkfalls á starfsemi Borgarbyggðar

maí 26, 2023
Featured image for “Áhrif verkfalls á starfsemi Borgarbyggðar”

Að öllu óbreyttu er hluti starfsfólks sveitarfélagsins á leið í verkfall. Áhrifin munu ná til félagsmanna Kjalar sem starfa í íþróttamannvirkjum, leikskólum og í ráðhúsinu.

Ætla má að áhrif verkfalls verði víðtæk og skerða þurfi þjónustu sveitarfélagsins að einhverju leyti. Þó eru einhverjar stofnanir sem þurfa að loka alveg á meðan á verkfalli stendur.

Hér smá sjá yfirlit yfir boðuð verkföll innan Borgarbyggðar:

Íþróttamiðstöðvar:

  • Frá laugardeginum 27. maí – 29. maí
  • Ótímabundið frá mánudeginum 5. júní

Leikskólar:

  • Frá þriðjudeginum 30. maí – 1. júní
  • Frá mánudeginum 5. júní – 5. júlí

Misjafnt er milli deilda hversu miklar skerðingar verða, en það ræðst af því í hvaða stéttarfélagi viðkomandi starfsfólk deilda eru í.

Leikskólastjórar hafa sent nánari upplýsingar á foreldra og forráðmenn og þau hvött til að fylgjast með framvindu mála í tölvupósti.

Ráðhús:

  • Frá mánudeginum 5. júní – 5. júlí

Það verður skert þjónusta í þjónustuverinu og á fjármáladeildinni. Eru íbúar hvattir til þess að senda tölvupóst á starfsfólk, sjá hér.

Vinnuskóli

  • Ótímabundið frá mánudeginum 5. júní

Á heimasíðu Borgarbyggðar verða ávallt uppfærðar upplýsingar um stöðu mála.


Share: