Nytjamarkaður hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms

Nytjamarkaður verður í Skallagrímsgarði laugardaginn 27. júní nætkomandi. Körfuknattleiksdeild Skallagríms verður með nytjamarkað á Brákarhátíð. Þar verða í boði m.a gömul dömudress, handtöskur, ýmislegt glingur, bækur, vínilplötur, húsgögn og allt mögulegt. Prúttið verður í hávegum haft.Allur ágóði verður notaður til styrktar starfi deildarinnar. Minnum á að þeir sem vilja styrkja starf deildarinnar með því að gefa „dót“ á markaðinn að …

Hátíðahöld á 17. júní

Hátíðahöld sveitarfélagsins í tilefni þjóðhátíðar verða að mestu leyti í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og er þar vegleg dagskrá frá kl. 14.00. fyrr um daginn er sundlaugin opin frá 9-12. Frjálsíþróttadeild Skallagríms stendur fyrir hátíðarhlaupi á Skallagrímsvelli kl. 10.00 og Einar Áskell gleður yngri börnin í rómaðri túlkun Bernds Ogrodnik í íþróttamiðstöðinni kl. 11.00. Að lokinni skátamessu í Borgarneskirkju kl. 13.00 …

Kofabyggð fyrir börn 22. júní – 17. júlí

Kofabyggð verður starfrækt á íþróttavallarsvæðinu Borgarnesi í samvinnu við Tómstundaskólann 22. júní – 17. júlí í sumar. Sótt var um styrk í Velferðarsjóð barna og fékkst styrkur í verkefnið. Því er um niðurgreitt námskeið að ræða fyrir börn á aldrinum 6 – 13 ára og geta þau mætt fyrir hádegi frá 10 – 12 eða eftir hádegi frá 13 – …

Grunnskóli Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Kennsla: Danska á unglingastigi, 40% starf Náttúrufræði á unglingastigi, 50% starf Leiklist, 50% starf. Tónmennt, 50% starf. Umsjónarkennsla á yngsta stigi, 100% tímabundið starf. Umsjónarkennsla á miðstigi, 100% tímabundið starf. Helstu verkefni og ábyrgð: Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur og skólaráð. Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum. Stuðla …

Englaraddir í Paradísarlaut

Það var harla óvenjulegt um að litast í Paradísarlaut í Norðurárdal í dag þegar krakkar úr Skólakór Kársness stóðu þar í hrauninu og sungu íslensk lög fyrir þakkláta áheyrendur. Veðrið lék við mannskapinn og fyrir kom að fuglaraddir úr náttúrunni tækju undir með kórnum. Stjórnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir og Martin Hunger Friðriksson lék undir á rafmagnspíanó. Tónleikarnir eru hluti …

„Þá er það frá…“ Hannyrðasýning í Safnahúsi

Hannyrðasýning Katrínar Jóhannesdóttur, „Þá er það frá…“, opnar í Safnahúsi Borgarfjarðar föstudaginn 12. júní kl. 16. Sýningin stendur til 31. júlí. og er opin alla virka daga frá 13.00 – 18.o0. Á sýningunni má sjá afrakstur Danmerkuráranna þaðan sem Katrín er hannyrðamenntuð, vetursins í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, saumaskap síðkvöldanna, ásamt prjónalínu Katý design. Sýninguna hefur Katrín ákveðið að tileinka ömmu …

„ÞJÓÐSTJÓRN“ í Borgarbyggð

                                      Miklar breytingar til hins verra hafa orðið á rekstrarumhverfi sveitarfélaga undanfarið ár. Það á ekki síst við hjá skuldugum sveitarfélögum, sem staðið hafa í mikilli uppbyggingu síðustu ár eins og Borgarbyggð. Því er nauðsynlegt að hagræða í rekstri á öllum sviðum …

Sumarvinna unglinga og ungmenna farin af stað

Atvinnuátak framhaldsskólanema sem hófst í síðustu viku fer vel af stað og mikið fjör við úthringingar á skoðanakönnunum sem unnar eru fyrir Viðskiptaháskólann á Bifröst í tölvuveri Grunnskólans í Borgarnesi. Vinnuskóli Borgarbyggðar var settur í gær í Félagsmiðstöðinni Óðali. Nemendur skólans eru óvenjumargir í ár og setja nú þegar svip sinn á bæjarlífið í Borgarnesi með hreinsun og fegrun umhverfisins. …

Rauðhetta í Skallagrímsgarði

Næstkomandi fimmtudag 11. júní sýnir leikhópurinn Lotta leikritið Rauðhettu í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og hefst sýningin klukkan 18:00. Sýnt er utandyra og er því um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér ef kalt er. Verkið skrifaði Snæbjörn Ragnarsson og er það byggt á klassísku ævintýrunum um Rauðhettu …

Aðalskipulag Borgarbyggðar 2008 – 2020

  Tillaga að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008-2020 er nú á lokastigi og eru íbúar sveitarfélagsins og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillöguna og koma með ábendingar og athugasemdir ef þurfa þykir. Tillöguna má skoða á heimasíðu Landlína www.landlinur.is Ábendingar berist til: landlinur@landlinur.is eða jokull@borgarbyggd.is en einnig má senda þær til Ráhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi.   Aðalskipulagstillagan var unnin …