Diddú og drengirnir í Reykholtskirkju

Diddú og drengirnir halda tónleika í Reykholtskirkju á vegum Tónlistarfélags Borgarbyggðar sunnudaginn 21. febrúar 2010 kl. 16.00 og verður Reykholtskórinn undir stjórn Bjarna Guðráðssonar hópnum til fulltingis. Á efnisskránni eru m.a. nokkur af fegurstu verkum tónbókmenntanna fyrir sópran og kór. Tónlistarhópurinn Diddú og drengirnir hefur starfað síðan 1997. Hann kemur árlega fram á aðventutónleikum í Mosfellskirkju en hefur auk þess …

Skrautlegir krakkar heimsóttu Ráðhúsið

Starfsfólk ráðhússins í Borgarnesi fékk skemmtilega heimsókn í morgun þegar hressir krakkar úr Tómstundaskólanum litu við. Krakkarnir höfðu brugðið sér í allra kvikinda líki í tilefni öskudagsins og voru skrautleg að sjá. Þau tóku lagið fyrir starfsfólk og gesti í ráðhúsinu og þáðu nýja blýanta að launum. Starfsfólk ráðhússins þakkar krökkunum kærlega fyrir komuna. Meðfylgjandi myndir tók Ásthildur Magnúsdóttir.  

Trausti kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar 2009

Trausti Eiríksson mynd_Skessuhorn/SL Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um val á íþróttamanni Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Það er Tómstunda- og menningarnefnd Borgarbyggðar sem útnefnir íþróttamann Borgarbyggðar úr tilnefningum frá félögum og deildum í Borgarbyggð. Trausti Eiríksson körfuboltamaður í Skallagrími var kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2009. Trausti varð Norðurlandameistari U18 í körfuknattleik í Svíþjóð á síðasta ári með …

Dansnámskeið Tómstundaskólans

Tómstundaskólinn í Borgarnesi stendur fyrir námskeiðum í ballett, nútíma- og freestyledönsum í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Kennari er Agnieszka Wrona en hún hefur stundað nám í einkadansskóla í Póllandi frá 1999 – 2005 ásamt því að æfa ballett og fimleika frá 1992 – 1995. Námskeiðin eru opin öllum nemendum 1. – 8. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð. Sjá auglýsingu frá Tómstundaskólanum hér. …

Matjurtagarðar sumarið 2010

Íbúum Borgarbyggðar verður í ár eins og í fyrra boðið að taka á leigu matjurtagarða til að rækta sitt eigið grænmeti. Eins og í fyrra verða þeir í landi Gróðrarstöðvarinnar Gleymérei í Borgarnesi og við gömlu loðdýrahúsin á Hvanneyri. Dreifibréf verður sent í hús í næstu viku.  

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2009

Föstudaginn 12. febrúar næstkomandi verða úrslit kynnt í kjöri á íþróttamanni ársins 2009 í Borgarbyggð. Athöfnin fer fram strax að loknum leik Skallagríms og KFÍ og hefst um kl. 20.00 í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tómstunda- og menningarnefnd Borgarbyggðar hefur umsjón með kjörinu en deildir og félög í Borgarbyggð hafa tilnefnt sitt besta íþróttafólk. Þá verður einnig veitt viðurkenning úr Minningarsjóði …

Spörum heita vatnið

Nú er unnið að tengingu aðalveituæðar Orkuveitu Reykjavíkur frá Deildartungu til Akraness. Vegna þessa má búast við lægri þrýstingi á heita vatninu hjá notendum í Borgarnesi og á Akranesi í dag og á morgun, föstudag. Orkuveitan biður notendur um að fara sparlega með heita vatnið í dag og á morgun svo ekki verði skortur á vatninu.  

Tímabundin lokun Skallagrímsgötu

Frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar: Eins og vegfarendur hafa orðið varir við og tilkynnt var íbúum Skallagrímsgötu í síðustu viku, hefur götunni verið lokað tímabundið vegna vinnu við fráveitulagnir. Reiknað er með að lagnavinna standi yfir í u.þ.b. einn mánuð og verði lokið 8. mars n.k. og þá verði unnt að hleypa umferð aftur á götuna. Malbikun og endanlegum frágangi verði hinsvegar …

Góð aðsókn að Safnahúsi

Frá Safnahúsi Borgarfjarðar: Á árinu 2009 voru gestir í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi nokkuð á 12. þúsund og er um rúmlega 21 % aukningu frá fyrra ári að ræða. Í Safnahúsi eru alls fimm söfn: héraðsskjalasafn, héraðsbókasafn, byggðasafn, náttúrugripasafn og listasafn. Gestum á bókasafnið hefur fjölgað um 1.311 á milli ára og er það í greinilegri sókn. Að langmestu leyti …

Afreksmannasjóður UMSB – 2010-02-10

Ungmennasamband Borgarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afreksmannasjóði UMSB. Tilgangur sjóðsins er að styrkja afreksfólk, einstaklinga eða hópa innan UMSB sem náð hafa framúrskarandi árangri í íþrótt sinni. Eingöngu félagar innan aðildarfélaga UMSB geta fengið styrki úr sjóðnum. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. mars 2010 undirritaðar af formanni viðkomandi aðildarfélags, ásamt greinargerð um afrek einstaklingsins sem sótt er …