Útboð á skólaakstri

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskólana í Borgarbyggð skólaárin 2010-2011 og 2011-2012. Um er að ræða skólaakstur að fjórum starfsstöðvum grunnskólanna í Borgarbyggð, samtals 17 leiðir. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma frá og með 3. júní 2010. Tilboðum skal skilað á sama stað í lokuðu …

Grænfánínn á Hvanneyri

Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fékk afhentan nýja Grænfána í fimmta sinn þann 1. júní síðastliðinn. Skólinn hefur verið þátttakandi í Grænfánaverkefninu frá upphafi verkefnisins skólaárið 2001-2002. Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar er jafnframt eini skólinn af þeim 12 grunnskólum sem tóku þátt í upphafi sem búinn er að flagga fánanum. Í dag eru um 170 skólar vítt og breytt um landið Grænfánaskólar. Á …

Tónleikar í Reykholtskirkju

Lise HanskovSunnudaginn 6. júní verður Horsholm kórinn frá Danmörku á ferð í Reykholti. Kórinn mun syngja með í guðsþjónustu sem hefst kl. 14.00 og kl. 16.00 heldur kórinn tónleika í kirkjunni. Þetta er um 30 manna kór sem syngur bæði kirkjulega tónlist og eins danska söngva, sem flestir þekkja úr Íslenska söngvasafninu. Stjórnandi kórsins er Lise Hanskov sem er einn …

Útifjör við Skorradalsvatn

Björgunarsveitirnar í Borgarfirði, Brák, Ok og Heiðar halda sjómannadaginn hátíðlegan með fjölskylduhátíð við Skoradalsvatn en sjómannadagurinn er næstkomandi sunnudag 6. júní. Björgunarsveitirnar sýna tæki sín, hægt verður að fara í siglingu á vatninu og í ýmsa leiki og fleira verður til gamans gert. Þá mun þyrla landhelgisgæslunnar koma í heimsókn. Meðfylgjandi mynd tók Kristín Jónsdótttir á Útifjöri 2009. Sjá nánar …

Borgarafundur félagsmálaráðherra í kvöld

Skuldastaða heimilanna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta greiðslubyrði og fyrirhugaðar leiðréttingar á höfuðstóli erlendra bílalána eru á meðal þess sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra kynnir á borgarafundi í Mennta og Menningarhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 54, í kvöld fimmtudaginn 3. júní kl 20.30-22.00. Í upphafi fundar flytur ráðherra stutta kynningu þar sem lausnir á skuldavanda fólks eru settar fram á einfaldan og …

Borgfirðingabók að koma út

Áhugaverð bók um líf, störf og náttúru í Borgarfirði   Borgarfjörður_gjBorgfirðingabók, ársrit Sögufélags Borgarfjarðar 2010 fer að koma út. Borgfirðingabók er hlaðin gömlum og nýjum frásögnum og heimildum sem áhugafólk um sögu og þjóðlegan fróðleik má ekki láta framhjá sér fara. Í bókinni eru stuttir og fróðlegir kaflar eftir fjölmarga höfunda, skemmtileg lesning fyrir borgfirðinga og aðra lestrarhesta. Áhugasamir um …

Kennari í upplýsingatækni

Varmalandsskóli auglýsir eftir kennara í upplýsingatækni í 35% starf fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 13. júní næstkomandi. Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastóri Varmalandsskóla, inga@varmaland.is, s:430-1504/8479262.  

Útstrikanir á framboðslistum í Borgarbyggð

  Skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna geta kjósendur breytt nafnaröð á þeim lista sem þeir kjósa eða strikað yfir nafn frambjóðanda ef kjósandinn vill hafna þeim frambjóðanda. Við sveitarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð 29. maí s.l. var nokkuð um að kjósendur nýttu þennan rétt sinn og strikuðu yfir nöfn ákveðinna frambjóðenda eða breyttu röð þeirra. Á A-lista var strikað yfir 15 …

Börn í 100 ár opnuð fyrir sumarið

Á morgun hefst sumaropnun sýningarinnar Börn í 100 ár, fastasýningar Safnahúss. Verður hún opin alla daga frá 13-18 fram til 1. september. Sýningin er hönnuð af Snorra Frey Hilmarssyni leikmyndateiknara og hefur hlotið mikið lof þeirra sem hana hafa séð, ekki síst fyrir frumlegt og óvenjulegt sjónarhorn á sögu Íslands á 20. öld þar sem hún er tengd lífi og …

Dúkkulísa í Logalandi – árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar

Leikhópurinn_áhs Árshátíð unglingadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verður haldin í Logalandi miðvikudaginn 2. júní kl 20.00. Nemendur munu sýna leikritið Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Dúkkulísa er fremur opinskátt leikverk um unglinga í nútímasamfélagi á Íslandi sem verða að takast á við lífið í hinum ýmsu myndum. Verkið tengist forvarnarverkefni um barneignir unglinga sem m.a. var …