AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við sveitarstjórnarkosningar laugardaginn 29. maí 2010 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Menntaskólanum í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar í fyrrum Kolbeinsstaðahreppi. Kjörfundur hefst kl. 12.00 og lýkur …
Nafn á nýja skólann
Undanfarnar vikur hefur verið unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Varmalandsskóla hefur verið ráðin skólastjóri hins nýja skóla og tók hún til starfa um miðjan apríl. Finna þarf skólanum nafn og hafa skólaráð leitað til nemenda og foreldra barna við skólana eftir hugmyndum. Nú hefur sveitarstjórn ákveðið að framlengja frestinn til að …
Dansstúdíó í Mennta- og menningarhúsi
Nýverið var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og Evu Karenar Þórðardóttur danskennara um leigu á sal í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi. Eva Karen tekur á leigu 350fm sal í kjallara hússins og þar mun hún innrétta dansstúdíó sem hún hyggst opna næsta haust. Dansíþróttin hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda hér í Borgarbyggð ekki síst fyrir tilstilli Evu Karenar en …
Samningar um stækkun Dvalarheimilisins í Borgarnesi undirritaðir
Í gær voru undirritaðir samningar á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi vegna byggingar við heimilið. Fyrirhugað er að byggja 32 hjúkrunarrými og verður nýbyggingin um 2500 fermetrar á þremur hæðum en grunnflöturinn 850 fermetrar. Fyrst skrifuðu Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri undir samning um að Borgarbyggð taki að sér verkefnið fyrir hönd ríkisins. Borgarbyggð verður framkvæmdaaðili en …
Sumarsmiðjur Tómstundaskólans
Tómstundaskólinn í Borgarnesi auglýsir nú þær sumarsmiðjur sem verða í boði í sumar. Í boði eru fjölbreytt námskeið s.s. dansnámskeið, útivistar- og leikjanámskeið, föndurnámskeið og námskeið fyrir nammigrísi. Smiðjurnar eru ætlaðar börnum í 1. til 7. bekk grunnskóla og eru ætlaðar öllum börnum á þessum aldri í Borgarbyggð. Auglýsingu um sumarsmiðjurnar má sjá hér.
Geiturnar á Háafelli vekja lukku
Á Háafelli í Hvítársíðu er eins og kunnugt er búið með geitur og er bærinn mikilvægur hlekkur í viðhaldi íslenska geitastofnsins. Það er Jóhanna Þorvaldsdóttir sem býr með geiturnar og annast hún þessar gæfu og fallegu skepnur af stakri natni. Nokkuð er um að hópar fái að koma að Háafelli og skoða geiturnar og gefur Jóhanna sér þá tíma til …
Góð gjöf Snorrastofu til Safnahúss Borgarfjarðar
Safnahúsi Borgarfjarðar hefur borist góð gjöf frá Snorrastofu vegna 50 ára afmæli Byggðasafns Borgarfjarðar. Um er að ræða eftirtaldar bækur úr ritröð og útgefnar af Snorrastofu: Studies in Icelandic Fourteenth Century Book Painting (eftir dr. Lena Liepe, prófessor í listasögu við Háskólann í Osló), Snorres Edda i europeisk og Islands kultur (ritstjóri dr. Jon Gunnar Jørgensen), Den norröna renässansen. Reykholt, …
Framboðsfundir í Borgarbyggð
Framboðsfundir í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí n.k. verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Mánudaginn 17. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu Lindartungu Þriðjudaginn 18. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu Logalandi Miðvikudaginn 19. maí kl. 20.30 í Menntaskóla Borgarfjarðar Á fundunum verða öll framboð með framsögu og að þeim loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum frá hverju framboði. Einnig gefst fundarmönnum kostur á …
Unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar
Ingibjörg IngaUndanfarnar vikur hefur verið unnið af fullum krafti að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Varmalandsskóla hefur verið ráðin skólastjóri hins nýja skóla og tók hún til starfa um miðjan apríl og hefur unnið með stýrihópi frá þeim tíma. Gengið hefur verið frá ráðningu deildarstjóra við skólann. Ingibjörg Jónsdóttir verður deildarstjóri á Varmalandi, Ingibjörg Adda Konráðsdóttir …
Orkuveitan horfir til Rauðsgils
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við landeigendur á Steindórsstöðum í Reykholtsdal með það fyrir augum að afla neysluvatns fyrir vatnsveituna í dalnum á melunum neðan við Rauðsgil. Jafnframt verður leitast við að auka vatnstöku í landi Kleppjárnsreykja. Framkvæmdir hefjast um leið og tilskilin leyfi liggja fyrir og er vonast til að úrbótanna verði vart þegar í sumar. Nánar á …